Bæjarstjórn 15.11.17

1728. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 15. nóvember 2017 hélt bæjarstjórn Seyðisfjarðar fund í íþróttamiðstöðinni (fundarsal 3. hæð) og hófst fundurinn kl. 16:00. 

Mætt voru : Arnbjörg Sveinsdóttir, Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Svava Lárusdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Unnar Sveinlaugsson og Þórunn Hrund Óladóttir. Fundarritari var Eva Jónudóttir.

Fundargerðin var færð í tölvu. 

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fólkið velkomið til fundar og setti fundinn.

 

Dagskrá:

1. Fundargerð hafnarmálaráðs frá 24.10.17

 

Tillaga í lið 5 „Gjaldskrá 2018“ í fundargerðinni er til umfjöllunar og afgreiðslu undir lið 11 í dagskrá fundargerðar bæjarstjórnar.

 

Tillaga í lið 6 „Fjárhagsáætlun 2018-2022“ í fundargerðinni er til umfjöllunar og afgreiðslu undir lið 12 í dagskrá fundargerðar bæjarstjórnar.

 

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

2. Fundargerð bæjarráðs nr. 2410

Eftirfarandi fundargerð lögð fram með fundargerðinni :
Velferðarnefnd frá 17.10.17.

 

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

3. Fundargerð bæjarráðs nr. 2411

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

4. Fundargerð hafnarmálaráðs frá 06.11.17.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

5. Fundargerð bæjarráðs nr. 2412

Eftirfarandi fundargerð lögð fram með fundargerðinni :

Fræðslunefnd frá 24.10.17.

 

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

6. Fundargerð bæjarráðs nr. 2413

 

Tillaga í lið 1 „Útsvar fyrir árið 2018“ í fundargerðinni er til umfjöllunar og afgreiðslu undir lið 8 í dagskrá fundargerðar bæjarstjórnar.

 

Tillaga í lið 2 „Álagning fasteignagjalda fyrir árið 2018“ í fundargerðinni er til umfjöllunar og afgreiðslu undir lið 9 í dagskrá fundargerðar bæjarstjórnar.

 

Tillaga í lið 3 „Þjónustugjaldskrár fyrir árið 2018“ í fundargerðinni er til umfjöllunar og afgreiðslu undir lið 10 í dagskrá fundargerðar bæjarstjórnar.

 

Tillaga í lið 4 „Fjárhagsáætlun 2018“ í fundargerðinni er til umfjöllunar og afgreiðslu undir lið 12 í dagskrá fundargerðar bæjarstjórnar.

 

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

7. Fundargerð 853. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.10.17.

 

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

8. Útsvar fyrir árið 2018.

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir að útsvar ársins 2018 verði 14,52% af útsvarsstofni.“

 

Til máls tók bæjarstjóri.

 

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

9. Álagning fasteignagjalda fyrir árið 2018.

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir eftirfarandi álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2018:

 1. A flokkur verði 0,625% af fasteignamati.
 2. B flokkur  verði 1,32% af fasteignamati.
 3. C flokkur verði 1,65% af fasteignamati.
 4.  Lóðarleiga verði 2% af mati lóðar.
 5.  Holræsagjald verði 0,335% af fasteignamati húss og lóðar.
 6.  Vatnsskattur verði: A liður 0,320% af gjaldstofni og B liður 0,445% af gjaldstofni.
 7.  Sorphirðu- og sorpeyðingargjöld fyrir heimili:
  a) Sorphirðugjald kr. 19.544 á íbúð.
  b) Sorpeyðingargjald kr. 7.890 á íbúð.
 8. Álagning fasteignagjalda og þjónustugjalda í fyrrverandi Seyðisfjarðarhreppi:
  Álagning á útihús og önnur mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði verði 0,4 % af fasteignamati.
  Þjónustugjöld verða ekki álögð árið 2018  nema sorphirðu- og sorpeyðingargjald.

Gjalddagar fasteignagjalda verða átta: 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst og 15. september.“

 

Til máls tók bæjarstjóri.

 

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum. 

 

10. Þjónustugjaldskrár fyrir árið 2018.

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir framlagðar tillögur að þjónustugjaldskrám Seyðisfjarðarkaupstaðar fyrir árið 2018 fyrir síðari umræðu:

 1. Seyðisfjarðarskóla – Leikskóladeild
 2. Bókasafn
 3. Vinnuskóla – Garðaþjónustu fyrir eldri borgara og öryrkja
 4. Leikjanámskeið
 5. Íþróttamiðstöð
 6. Sundhöll
 7. Tjaldsvæði
 8. Bæjarskrifstofu
 9. Áhaldahús – Gjaldskrá innri þjónustu
 10.  Vatnsveitu
 11.  Fráveitu“.

 

Til máls tók bæjarstjóri.

 

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

11. Gjaldskrá hafnarinnar fyrir árið 2018

Hafnarmálaráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir framlagða gjaldskrá Seyðisfjarðarhafnar fyrir árið 2018 til síðari umræðu í bæjarstjórn.“

 

Til máls tók bæjarstjóri.

 

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

 

12. Fjárhagsáætlun fyrir árið  2018-2021.

Hafnarmálaráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Seyðisfjarðarhafnar fyrir árið 2018 til síðari umræðu í bæjarstjórn.“

 

Bæjarráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Bæjarstjórn samþykkir til síðari umræðu framlagða tillögu að fjárhagsáætlun fyrir bæjarsjóð, fyrirtæki, stofnanir og sjóði kaupstaðarins fyrir árið 2018 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2019 til 2021.

 

Til máls tóku bæjarstjóri, Elfa Hlín, Svava, Unnar, Þórunn Hrund og Arnbjörg.

 

Tillögur samþykktar með 7 greiddum atkvæðum.

 

13. Verndarsvæði í byggð  - Seyðisfjörður.

 

Til máls tóku Elfa Hlín sem kynnti verkefnið, Margrét, Arnbjörg, Þórunn Hrund, bæjarstjóri og Arnbjörg.

 

Fundi slitið kl. 19:03.