Bæjarstjórn 16.06.16

1712.  fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar (aukafundur)

Fimmtudaginn 16. júní 2016 hélt bæjarstjórn Seyðisfjarðar fund í fundarsal í íþróttamiðstöð og hófst fundurinn klukkan 16:00. 

Mætt voru : Sveinbjörn Orri Jóhannsson í fjarveru Arnbjargar Sveinsdóttur, Hildur Þórisdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Íris Dröfn Árnadóttir, Þórunn Hrund Óladóttir, Unnar Sveinlaugsson og Vilhjálmur Jónsson. Fundarritari var Eva Björk Jónudóttir.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

Í fjarveru forseta Arnbjargar Sveinsdóttur bauð sá bæjarstjórnarmaður sem á að baki lengstu setu í sveitarstjórn, í þessu tilviki Vilhjálmur Jónsson, fólk velkomið til fundar og setti fundinn.

 

Í byrjun fundar bar Vilhjálmur upp tillögu um afbrigði um að bæta á dagskrá fundarins, dagskrárlið nr. 2 Kosningu í kjörstjórn fyrir forsetakosningar 25. júní 2016 í stað Ólafíu Stefánsdóttur sem verður í leyfi og sem dagskrárlið nr. 3 Rökstuðningi vegna ráðningar skólastjóra Seyðisfjarðarskóla

Afbrigðin voru samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

 

1. Kjörskrá við forsetakosningar 25. júní 2016.

Bæjarstjóri leggur fram eftirfarandi tillögu.

„Bæjarstjórn samþykkir framlagða kjörskrá fyrir forsetakosningar sem fram fara 25. júní 2016. Jafnframt er kjörstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar við sveitarstjórnar- og alþingiskosningar veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna forsetakosninga  25. júní nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000.“

 

Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

 

2. Kosning í kjörstjórn.

Tilnefndur í kjörstjórn í stað Ólafíu Stefánsdóttur, sem verður í leyfi á kjördag, vegna forsetakosninganna 25. júní 2016 er Örn Kjartansson.

Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

 

3. Rökstuðningur vegna ráðningar skólastjóra Seyðisfjarðarskóla.

Bæjarstjóri lagði fram drög að rökstuðningi bæjarstjórnar vegna ráðningar í starf skólastjóra Seyðisfjarðarskóla sem auglýst var laust til umsóknar í apríl síðastliðnum.

 

Þórunn Hrund Óladóttir víkur af fundi undir þessum lið.

 

„Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að senda þeim umsækjenda sem óskaði eftir rökstuðningi vegna ráðningarinnar rökstuðning bæjarstjórnar“.

 

Tillagan er samþykkt með 6 greiddum atkvæðum.

 

Fundi slitið kl. 16.22.