Bæjarstjórn 16.08.17

1725. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn, 16. ágúst 2017, hélt bæjarstjórn Seyðisfjarðar fund í íþróttamiðstöðinni (fundarsal 3. hæð) og hófst fundurinn kl. 16:00. 

Mætt voru : Arnbjörg Sveinsdóttir, Hildur Þórisdóttir í fjarveru Elfu Hlínar Pétursdóttur, Íris Dröfn Árnadóttir í fjarveru Margrétar Guðjónsdóttur, Svava Lárusdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Unnar Sveinlaugsson og Þórunn Hrund Óladóttir. Fundarritari var Eva Jónudóttir.

Fundargerðin var færð í tölvu. 

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fólkið velkomið til fundar og setti fundinn. Forseti leitaði í upphafi afbrigða að bæta inn í dagskrá liðum nr. 9 „Dýpkun í Seyðisfjarðarhöfn – Mat á umhverfisáhrifum – Ákvörðun um matsskyldu.“ og nr. 10 „Dýpkun í Seyðisfjarðarhöfn – Viðhaldsdýpkun – Umsókn um framkvæmdaleyfi.“

Afbrigðin voru samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Dagskrá:

1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2399

Lögð fram til kynningar.

 

2. Fundargerð bæjarráðs nr. 2400

Lögð fram til kynningar.

Eftirfarandi fundargerðir eru lagðar fram með fundargerðinni :

Velferðarnefnd frá 20.06.17.

Umhverfisnefnd frá 21.07.17.

 

Til máls tóku Þórunn Hrund og bæjarstjóri um lið 2.2., Arnbjörg og bæjarstjóri um lið 3.1.

 

3. Fundargerð bæjarráðs nr. 2401

Lögð fram til kynningar.

Til máls tóku Svava og bæjarstjóri um lið 2.6., Þórunn Hrund, Arnbjörg og bæjarstjóri um lið 8, Arnbjörg og bæjarstjóri um liði 6 og 7.

 

4. Fundargerð hafnarmálaráðs, dags. 11.07.17

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina. Svava um lið 2.4., Þórunn Hrund um lið 3, Hildur um lið 5, bæjarstjóri um liði 2.4., 3 og 5.

Fundargerð samþykkt með sjö atkvæðum.           

 

5. Fundargerð bæjarráðs nr. 2402

Lögð fram til kynningar.

 

Eftirfarandi fundargerð er lögð fram með fundargerðinni :

Umhverfisnefnd frá 10.07.17.

 

6. Fundargerð bæjarráðs nr. 2403        

Lögð fram til kynningar.

 

Til máls tóku Arnbjörg og bæjarstjóri um liði 1 og 2.1., Þórunn Hrund um lið 4, Hildur um lið 1.1., bæjarstóri um liði 1.1., 3 og 4.

 

7. Lagning ljósleiðara í Seyðisfirði

Til máls tók bæjarstjóri og gerði grein fyrir undirbúningi vegna lagningar ljósleiðara í Seyðisfirði og lagði fram eftirfarandi tillögu :

„Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að auglýsa eftir:

A.  Aðila, eða aðilum, sem sannanlega ætla að koma á ljósleiðaratengingu eða annarri a.m.k. 100Mb/s þráðbundinni netþjónustu í Seyðisfjarðarkaupstað utan þéttbýlis á næstu þremur árum á markaðslegum forsendum.

B.   Hæfum aðila, eða aðilum, til að taka að sér að byggja upp ljósleiðarakerfi með stuðningi frá opinberum aðilum og e.t.v. reka til framtíðar, komi til þess að enginn aðili svari lið A. hér að ofan. Aðilar sem óska eftir stuðningi skulu uppfylla tilteknar kröfur um fjarskiptaleyfi, fjárhagslegan styrk, reynslu af uppbyggingu og rekstri sambærilegra kerfa, raunhæfa verkáætlun o. fl.

C.  Eiganda mögulegra fyrirliggjandi fjarskiptainnviða í Seyðisfjarðarkaupstað sem er tilbúinn að leggja þá til við uppbygginguna gegn endurgjaldi sem bjóðist öllum sem lýsa yfir áhuga á uppbyggingu samkvæmt B. hér að ofan á jafnræðisgrundvelli.“

        

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

8. Fundargerð 851. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30.06.17.

Lögð fram til kynningar.

 

9. Dýpkun í Seyðisfjarðarhöfn – Mat á umhverfisáhrifum – Ákvörðun um matsskyldu.

Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi tillögu :
„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir að viðhaldsdýpkun í höfninni á Seyðisfirði allt að 5000 m3 á um 4000 m2 svæði á nokkrum stöðum við bryggjur og bakka í höfninni og fyrir framan virka lækjar-, ár- og skriðufarvegi skv. gögnum frá Vegagerðinni skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000.“

 

Til máls tók bæjarstjóri.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

10. Dýpkun í Seyðisfjarðarhöfn – Viðhaldsdýpkun – Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi tillögu :
„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir að veita framkvæmdaleyfi fyrir viðhaldsdýpkun í höfninni á Seyðisfirði allt að 5000m3 á um 4000m2 svæði á nokkrum stöðum við bryggjur og bakka í höfninni og fyrir framan virka lækjar-, ár- og skriðufarvegi skv. gögnum frá Vegagerðinni og heimilar byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.“

 

Til máls tóku bæjarstjóri og Unnar.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

 

Fundi slitið kl. 17.15.