Bæjarstjórn 16.11.16

1717. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 16. nóvember 2016 heldur bæjarstjórn Seyðisfjarðar fund í íþróttamiðstöðinni (fundarsal 3. hæð) og hefst fundurinn kl. 16:00.

Mætt voru : Arnbjörg Sveinsdóttir, Þórunn Hrund Óladóttir, Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Íris Dröfn Árnadóttir, Vilhjálmur Jónsson og Unnar Sveinlaugsson. Fundarritari var Eva Jónudóttir. Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fólkið velkomið til fundar og setti fundinn.

 

Dagskrá:

1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2373

Eftirfarandi fundargerð lögð fram til kynningar:

Fundargerð ferða- og menningarnefndar frá 20.09.16.

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina, Arnbjörg og bæjarstjóri um lið 4.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

2. Fundargerð bæjarráðs nr. 2374

Undir lið 4 má finna eftirfarandi tillögu um viðauka nr. 1-29 við fjárhagsáætlun fyrir árið 2016:

Viðauki nr. 1, deild 3178. Snjótroðari, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, útgjöld samtals 700.000 kr.

Viðauki nr. 2, deild 2802. Tekjur af eignahlutum, tekjur umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 3.150.000 kr.

Viðauki nr. 3, deild 0401. Fræðslunefnd, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.170.000 kr.

Viðauki nr. 4, deild 4111. Sólvellir leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 4.600.000 kr.

Viðauki nr. 5, deild 04211. Grunnskóladeild Seyðisfjarðarskóla tekjur umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 3.899.942 kr.

Viðauki nr. 6, deild 0529. Héraðsskjalasafn, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 81.000 kr.

Viðauki nr. 7, deild 321121. Efnahagsreikningur eignasjóðs, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 700.000 kr.

Viðauki nr. 8, deild 0561. Félagsheimilið Herðubreið, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 714.000 kr.

Viðauki nr. 9, deild 06291. Sumarnámskeið, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 150.000 kr.

Viðauki nr. 10, deild 0682. Íþróttafélög, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 700.000 kr.

Viðauki nr. 11, deild 0721. Slökkvistöð, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 590.000 kr.

Viðauki nr. 12, deild 1031 Viðhald gatna, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.650.000 kr.

Viðauki nr. 13, deild 1303. Sameiginlegur kostnaður, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 576.000 kr.

Viðauki nr. 14, deild 1362. Tjaldsvæði, tekjur umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 4.000.000 kr.

Viðauki nr. 15, deild 2107. Endurskoðun og ráðgjöf, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 2.300.000 kr.

Viðauki nr. 16, deild 2142. Tölvudeild, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 200.000 kr.

Viðauki nr. 17, deild 2144. Vefir og samskiptamiðlar, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 480.000 kr.

Viðauki nr. 18, deild 31101. Grunnskóli Seyðisfjarðar, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 500.000 kr. Jafnað af deild 31102, viðhald ósundurliðað.

Viðauki nr. 19, deild 31111. Tónlistarskóli Seyðisfjarðar, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 290.000 kr. Jafnað af deild 31102, viðhald ósundurliðað.

Viðauki nr. 20, deild 31151. Leikskóli Seyðisfjarðar, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.030.000 kr. Jafnað af deild 31102, viðhald ósundurliðað.

Viðauki nr. 21, deild 31202. Íþróttamiðstöð, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.030.000 kr. Jafnað af deild 31201, félagsheimili 394.000 kr. og deild 31102, viðhald ósundurliðað 750.000 kr.

Viðauki nr. 22, deild 31252. Sundhöll, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 215.000 kr. Jafnað af deild 31102, viðhald ósundurliðað.

Viðauki nr. 23, deild 31358. Ránargata 1 (þjónustuhús við tjaldsvæði), útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 753.000 kr. Jafnað af deild 31102, viðhald ósundurliðað.

Viðauki nr. 24, deild 321121. Fasteignir, lóðir og fasteignaréttindi, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun samtals 6.596.000. Deild 321122. Mannvirki,  útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 572.000 og deild 321123. Bifreiðar og vinnuvélar, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 753.000 kr.

Viðauki nr. 25, deild 33312. Veghefill, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.000.000 kr.

Viðauki nr. 26, deild 33321. Vélskófla, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 490.000 kr.

Viðauki nr. 27, deild 33512. Bifreiðin LY-123 (MMC L200), útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 390.000 kr.

Viðauki nr. 28, deild 0021. Útsvar, tekjur lægri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 33.487.000 kr.

Viðauki nr. 29, deild 04211. Grunnskóladeild Seyðisfjarðarskóla, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 100.000 kr.

Nettóbreytingin nemur 46.709.058 króna gjaldamegin í reikningshaldi kaupstaðarins.

 

Bæjarráð samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti. 

Bæjaráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn samþykkir tillögur um viðauka 1 til 29 og að þeim verði mætt af handbæru fé.“

 

Fundargerð og tillaga opnaðar fyrir umræðu.

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina,  Elfa Hlín, bæjarstjóri, Arnbjörg, Unnar og bæjarstjóri um lið 4.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

3. Fundargerð bæjarráðs nr. 2375

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram til kynningar :

Fundargerð fræðslunefndar frá 25.10.16.

Fundargerð ferða- og menningarnefndar frá 31.10.16.

Fundargerð umhverfisnefndar frá 31.10.16.

 

Fundargerð og tillögur opnaðar fyrir umræðu.

 

Undir lið 2.1 í fundargerðinni má finna eftirfarandi samþykkt bæjarráðs:

„Bæjarráð samþykkir vegna liðar 2.2 „Fjárhags- og starfsáætlun Seyðisfjarðarskóla – Húsnæðismál“ í fundargerðinni að vísa honum til umfjöllunar í bæjarstjórn.“

Ásamt fundargerðinni eru lagðar fram tillögur stjórnenda um nýtingu húsnæðis í grunnskóladeild, og samantekt frá Skólaþingi Seyðisfjarðarskóla frá 27. september 2016.

 

„Bæjarstjórn fagnar þeim hugmyndum sem fram koma í tillögunum.

Bæjarstjórn samþykkir flutning á bókasafni Seyðisfjarðar í húsnæði Seyðisfjarðarskóla sem er í samræmi við nýja skólastefnu og stjórnskipulag Seyðisfjarðarskóla og felur stjórnendum skólans í samráði við forstöðumann bókasafns að móta tillögur um útfærslu og fyrirkomulag og leggja fyrir fræðslunefnd og ferða- og menningarnefnd.“

 

Tillagan samþykkt með sex atkvæðum gegn einu.

 

Undir lið 2.3 má finna eftirfarandi tillögur:

 

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn samþykkir að senda framlagða skipulagslýsingu til umsagnar og að auglýsa hana“.

 

Tillögu 2.3. frestað og vísað til bæjarráðs.

 

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina, Unnar, Þórunn, Margrét, Þórunn, Íris, Elfa Hlín, Unnar, Elfa Hlín, Margrét, Arnbjörg, Þórunn og bæjarstjóri um lið 2.1.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

4. Fundargerð bæjarráðs nr. 2376

 

Fundargerð og tillögur opnaðar fyrir umræðu.

 

Undir lið 3 má finna eftirfarandi tillögu vegna viðauka nr. 36-37 við fjárhagsáætlun fyrir árið 2016: 

Viðauki nr. 36, deild 3321. Áhaldahús, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, útgjöld samtals 2.191.000 kr.

Viðauki nr. 37, deild 2210. Breyting á lífeyrisskuldbindingu, tekjur umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 12.000.000 kr.

Nettóbreytingin nemur 14.191.000 króna gjaldamegin í reikningshaldi kaupstaðarins.

 

Bæjarráð samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti. Bæjaráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn samþykkir tillögur um viðauka 36 til 37 og að þeim verði mætt af handbæru fé.“

 

Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Undir lið 5 má finna eftirfarandi tillögu:

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn samþykkir framlagt tilboð í endurnýjun samnings um vátryggingar kaupstaðarins“.

Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Undir lið 6 má finna eftirfarandi tillögu:

Tillaga í lið 6 í fundargerðinni er til umfjöllunar og afgreiðslu undir lið 8 í dagskrá fundargerðar bæjarstjórnar.

 

Undir lið 7 má finna eftirfarandi tillögu: 

Tillaga í lið 7 í fundargerðinni er til umfjöllunar og afgreiðslu undir lið 9 í dagskrá fundargerðar bæjarstjórnar.

 

Undir lið 9 má finna eftirfarandi tillögu:    

Tillaga í lið 9 í fundargerðinni er til umfjöllunar og afgreiðslu undir lið 12 í dagskrá fundargerðar bæjarstjórnar.

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina, Margrét um lið 9, Elfa Hlín um lið 4.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

5. Fundargerð hafnarmálaráðs, dagsett 24.10.16 

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina, Elfa Hlín um lið 2, Margrét um liði 1 og 4.3, Unnar um lið 1, Elfa Hlín um lið 5, Arnbjörg um lið 1, 4.4 og 5 og bæjarstjóri.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

6. Fundargerð hafnarmálaráðs, dagsett 07.11.16

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

 

Undir lið 2 má finna eftirfarandi tillögu vegna viðauka nr. 30-35 við fjárhagsáætlun fyrir árið 2016: 

Viðauki nr. 30, deild 4101. Almenn hafnargjöld, tekjur innan þess sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 16.900.550 kr.

Viðauki nr. 31, deild 4105 Seld þjónusta, tekjur umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, tekjur samtals 3.775.000 kr.

Viðauki nr. 32, deild 4106 Rafmagn og vatn endursala, tekjur lægri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, útgjöld samtals 1.900.000 kr.

Viðauki nr. 33, deild  Hafnarmannvirki.  Útgjöld umfram áætlun; vegna úrgangsmála og viðhalds, útgjöld samtals 2.200.000 kr.

Viðauki nr. 34, deild Hafnarhús. Viðhald og endurbætur, útgjöld samtals 550.000 kr.

Viðauki nr. 35, deild 5710506, Áhaldahús. Viðhald viðgerð á þaki, útgjöld samtals 20.000.000 kr. Jafnað að hluta af deild 5310006, Hafnarmannvirki.

Nettóbreytingin nemur 31.775.000 króna gjaldamegin í reikningshaldi kaupstaðarins.

 

Hafnarmálaráð samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti. Hafnarmálaráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn samþykkir tillögur um viðauka 30 til 35 og að þeim verði mætt af handbæru fé.“

 

Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Undir lið 3 má finna eftirfarandi tillögu:

Tillaga í lið 3 í fundargerðinni er til umfjöllunar og afgreiðslu undir lið 11 í dagskrá fundargerðar bæjarstjórnar.

 

Undir lið 4 má finna eftirfarandi tillögu:

Tillaga í lið 4 í fundargerðinni er til umfjöllunar og afgreiðslu undir lið 12 í dagskrá fundargerðar bæjarstjórnar.

 

Fundargerð opnuð fyrir umræðu.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina.

 

Fundargerð samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

7. Fundargerð 843. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 8.10.16.

 

8. Útsvar fyrir árið 2017.

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn: „Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir að útsvar ársins 2017 verði 14,52 % af útsvarsstofni.“

 

Til máls tók bæjarstjóri.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

9. Álagning fasteignagjalda fyrir árið 2017.

 

Bæjarráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn.

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir eftirfarandi álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2017:

 1. A flokkur verði 0,625% af fasteignamati.
 2. B flokkur  verði 1,32% af fasteignamati.
 3. C flokkur verði 1,65% af fasteignamati.
 4.  Lóðarleiga verði 2% af mati lóðar.
 5.  Holræsagjald verði 0,335% af fasteignamati húss og lóðar.
 6.  Vatnsskattur verði: A liður 0,320% af gjaldstofni og B liður 0,445% af gjaldstofni.
 7.  Sorphirðu- og sorpeyðingargjöld fyrir heimili:
  a) Sorphirðugjald kr. 16.995 á íbúð.
  b) Sorpeyðingargjald kr. 7.514 á íbúð.
 8. Álagning fasteignagjalda og þjónustugjalda í fyrrverandi Seyðisfjarðarhreppi:
  Álagning á útihús og önnur mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði verði 0,4 % af fasteignamati.
  Þjónustugjöld verða ekki álögð árið 2017  nema sorphirðu- og sorpeyðingargjald.
 9. Gjalddagar fasteignagjalda verða átta: 15. febrúar, 15. mars,15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst og 15. september.“

Til máls tóku bæjarstjóri, Elfa Hlín og bæjarstjóri um lið 7.

 

Tillagan samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

10. Þjónustugjaldskrár fyrir árið 2017 til síðari umræðu.

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir framlagðar tillögur að þjónustugjaldskrám Seyðisfjarðarkaupstaðar fyrir árið 2017 fyrir síðari umræðu:

 1. Vatnsveitu.
 2. Fráveitu.
 3. Leikskólann Sólvelli.
 4. Seyðisfjarðarskóla.
 5. Íþróttamiðstöð Seyðisfjarðar.
 6. Sundhöll Seyðisfjarðar.
 7. Bókasafn Seyðisfjarðar.
 8. Vinnuskóla – Garðaþjónustu fyrir eldri borgara og öryrkja.
 9. Áhaldahús – Gjaldskrá innri þjónustu.”

Til máls tóku bæjarstjóri, Elfa Hlín og Margrét.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

11. Gjaldskrá hafnarinnar fyrir árið 2017.

Hafnarmálaráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir framlagða gjaldskrá Seyðisfjarðarhafnar fyrir árið 2017 til síðari umræðu í bæjarstjórn.“

 

Til máls tók bæjarstjóri.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

12. Fjárhagsáætlun fyrir árið  2017.

Bæjarráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn

samþykkir til síðari umræðu framlagða tillögu að fjárhagsáætlun fyrir bæjarsjóð, fyrirtæki, stofnanir og sjóði kaupstaðarins fyrir árið 2017, þriggja ára áætlun fyrir árin 2018 til 2020 um hvernig viðmiðum 2. tl.  2. mgr. 64. gr. sveitarstjórnarlaga verður náð hjá kaupstaðnum.“

 

Til máls tóku bæjarstjóri,  Elfa Hlín, Margrét, Arnbjörg og bæjarstjóri.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

13. Umsagnir vegna skipulagslýsingar vegna breytinga á aðalskipulagi á Vestdalseyri.

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn samþykkir að láta vinna hættumat vegna ofanflóða fyrir Vestdalseyrina“.

 

Tillaga samþykkt með sjö atkvæðum.

 

„Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna lauslegt kostnaðarmat við skipulagsvinnu og undirbúning miðað við þær umsagnir sem borist hafa um breytingar á aðalskipulagi á Vestdalseyri.“

 

Tillaga samþykkt með sjö atkvæðum.

 

Lagðar fram umsagnir frá:

HAUST, 23. september

Farice, 21. september

Veðurstofa Íslands, 5. október

Skipulagsstofnun, 19. október

Umhverfisstofnun, 4. október

Trausti Baldursson, 3. október

Sigurður Jónsson, 16. september

Minjastofnun Íslands, 13. október

Vegagerðin, 5. október

 

Til máls tóku bæjarstjóri, Margrét og Arnbjörg.

 

Tillaga samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

 

Fundi slitið kl. 20. 30.