Bíllaus vika

14.-20. október

Tíminn flýgur áfram og það er að koma að annarri bíllausu vikunni á þessu ári, en hún verður frá mánudegi 14. október til og með sunnudagsins 20. október. Eins og áður hefur komið fram er þetta átak í boði stýrihóps heilsueflandi samfélags. Það er að hvetja fólk til að skilja bifreiðarnar meira eftir heima í hlaði og fara ferða sinna frekar gangandi eða hjólandi. Koma púlsinum aðeins á hreyfingu, njóta útiverunnar og huga að aukinni heilsuvitund.

Lesa má í frétt sem kom í janúar á þessu ári um bíllausa viku, símalausan samverudag og helstu áherslur sem áætlaðar voru fyrir árið 2019.

hsam