Herðubíó

Endurreist kvikmyndahús Seyðisfjarðar

Gaman er að segja frá því að í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi var skemmtileg frétt um endurreisnina á kvikmyndahúsi okkar Seyðfirðinga, Herðubíó. Tekið var viðtal við annan af forstöðumönnunum, Celia Harrison. Innslagið má sjá hér.

Bíósýningar hafa verið í Herðubíó síðast liðnar þrjár vikur, þar sem sýndar eru 2-3 myndir í hverri viku þar á meðal ein barnamynd. Austfirðingar munu því vonandi finna eitthvað við sitt hæfi í vetur og njóta þess að geta sótt alvöru bíó innan fjórðungsins og keypt sér alvöru bíópopp.

Herðubíó er með vefsíðu og feisbúkksíðu, þar sem hægt er að fylgjast með því sem er í gangi.