BRAS

Menningarhátíð barna

BRAS er menningarhátíð þar sem börnum og ungu fólki á Austurlandi er gefið tækifæri til að skapa og upplifa listir í víðu samhengi. Hátíðin var haldin í fyrsta skiptið 2018 og hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn í haust, en septembermánuður er tileinkaður menningu barna og ungmenna á Austurlandi.

Einkunnarorð hátíðarinnar eru Þora! Vera! Gera! enda er leiðarljós hátíðarinnar að hvetja börn og ungmenni á Austurlandi til að þora að vera þau sjálf og framkvæma á eigin forsendum. Markmiðið er að búa til vettvang þar sem öll börn og ungmenni á Austurlandi geta unnið saman á jafningjagrundvelli óháð móðurmáli, tungumálakunnáttu og búsetu. Unnið er þvert á þjóðerni, byggðakjarna og aldur.

Önnur markmið með BRAS eru meðal annars þessi: • Að börn kynnist fjölbreyttum aðferðum listanna við skapandi vinnu. • Að opna augu barna og ungmenna á Austurlandi fyrir mikilvægi samveru, samkenndar og samstöðu. • Að gefa börnum tækifæri til að kynnast á nýjan hátt og skilja hvert annað út frá nýjum forsendum. • Að auka virðingu og umburðarlyndi meðal barna og ungmenna. • Að börn meti að verðleikum fjársjóðinn sem felst í aðgengi að ólíkum menningarheimum. • Að nota listsköpunina til að byggja brýr á milli þjóðerna, aldurshópa og byggðakjarna. Fjölbreytt dagskrá er í boði um allt Austurland og má nálgast opna dagskrá á bras.is en einnig verður boðið upp á ýmis verkefni sem fara fram innan skólastofnana.

Bras.is facebook.com/BRASAusturland

BRAS is a cultural festival where children get the opportunity to create and experience art in the biggest context. It was held for the first time in September 2018 and will be repeated this year.


The theme for this year is To Dare! To Be! To Do! and that means we encourage children in the Eastern part of Iceland to dare to be themselves and to perform as they see best. The goal is to create a scene where all children in the Eastern part of Iceland can work together as equals regardless to mother language, language skills and residency. We will be working together as one without worrying about our nationality, the place where we live and how old we are.

Other goals of BRAS are:
• To teach children about the diverse methods of arts in creative work • To make awareness of children in the Eastern part of how important it is being together, and teach them about empathy and unity • To give children opportunity to get to know each other in a new way and understand each other from a different angle • To increase respect and tolerance amongst children and teenagers • To help children to value the treasure that lies within different culture • To use art to build bridges between nationalities, age groups and communities
All kinds of activities are all around the Eastern part and you can find the schedule in bras.is but there will also be activities in schools.
Bras.is facebook.com/BRASAusturland