Bréf til eldri borgara

Varðar félagsstarf og aðra þjónustu

Eldri borgarar á Seyðisfirði hafa aðstöðu í Öldutúni. Öldutún er hús í eigu hafnarsjóðs sem kaupstaðurinn lætur eldri borgurum í té, gjaldfrjálst, gegn þrifum. Allir eldri borgarar eru velkomnir þangað.

Varðandi félagsstarf í umsjón kaupstaðarins má nefna sundleikfimi, opna tíma í íþróttahúsi, opna líkamsrækt og handavinnu.

Innan eldri borgara á Seyðisfirði er starfrækt félagið Framtíðin, þar sem Helga Valdimarsdóttir er formaður og Jóhann Sveinbjörnsson er gjaldkeri.

Hádegismatur verður í Herðubreið alla virka daga fram að jólum frá klukkan 12-13.30. Kostar 1500 krónur fyrir eldri borgara og öryrkja. Vikulega verða hengdir upp nýir matseðlar í Kjörbúðinni og þeir verða einnig inni á vefsíðunni www.sfk.is


Hér að neðan má finna ýmsar upplýsingar varðandi málefni og þjónustu eldri borgara á Seyðisfirði :

Handavinna hófst í Öldutúni miðvikudaginn 4. september sl. Umsjón er í höndum Ingibjargar Maríu Valdimarsdóttur. Handavinnan verður alla miðvikudaga fram að jólum frá klukkan 13-17. Allir velkomnir. Gjaldfrjálst.

Ath. boðið er upp á akstur í handavinnu. Slíkt skal panta hjá þjónustufulltrúa.

Heimilishjálp sótt er um slíka þjónustu hjá þjónustufulltrúa. Dæmi um það sem heimilishjálp felur í sér eru t.d. almenn þrif, skipta á rúmum, aðstoð við þvott, félagsskapur, stuttar gönguferðir og fleira. Starfsmaður er Ásta Bjarndís Þorsteinsdóttir. Skv. gjaldskrá Fljótsdalshéraðs.

Húsnæði eldri borgara sótt er um íbúðir hjá þjónustufulltrúa. Eins og staðan er í október 2019, eru allar íbúðir uppteknar en boðið er upp að vera á biðlista.

Íþróttahús opnir gjaldfrjálsir tímar fyrir eldri borgara í íþróttasal eru : þriðjudaga og fimmtudaga frá klukkan 14-15. Einnig er opið í líkamsræktina, sauna og heita pottinn sömu daga gjaldfrjálst.

Matarsendingar sótt er um slíka þjónustu hjá þjónustufulltrúa. Hægt er að velja hversu marga daga vikunnar óskað er eftir mat, til dæmis er hægt að fá mat einungis um helgar. Starfsmaður er Sigríður Þ. Sigurðardóttir Skv. gjaldskrá HSA.

Sundleikfimi hófst 1. október og mun vera á þriðjudögum frá 16.15-17.15 fram að jólum. Kennari er Unnur Óskarsdóttir. Eldri borgarar og öryrkjar velkomnir. Greiðsluseðlar sendir heim.


Ef þú lumar á hugmynd í félagsstarf fyrir eldri borgara þiggur þjónustufulltrúi gjarnan upplýsingar um allt slíkt. Öldutún er notað þriðjudaga og föstudaga frá kl. 10-12 og 13-16 fyrir kaffispjall, fundi og spil og miðvikudaga frá kl. 13-17 í handavinnu. Annar tími í húsinu er laus ef fólk hefur áhuga á að bæta við starfsemina.

Hægt er að ná í þjónustufulltrúa með því að senda tölvupóst á eva@sfk.is eða hringja í síma 470-2305 milli klukkan 10 og 14 alla virka daga.

hsam