Breytingar á sfk.is
Að gefnu tilefni er vakin athygli á að lokað hefur verið fyrir flestar upplýsingar hér undir sfk.is. Ástæðan er sameining sveitarfélaganna og ný sameinuð vefsíða. Auðvelt er þó að nálgast allt gamalt efni á nýrri vefsíðu, www.mulathing.is.
Gamalt efni sem tilheyrði Seyðisfjarðarkaupstað, svo sem gamlar fundargerðir, ársreikningar, fjármál og annað má finna inni á nýrri vefsíðu. Nokkuð auðvelt ætti að vera að finna efni; ef efni tilheyrði stjórnsýslu á sfk.is þá tilheyrir það áfram stjórnsýslu á nýju vefsíðunni og svo framvegis.
ATH. til að byrja með verða almennar fréttir og tilkynningar, sem hafa með bæinn okkar að gera, áfram birtar hér.