Dagar myrkurs 2019

Spennandi og drungaleg dagskrá

Dagar myrkurs á Austurlandi eru frá 30. október til og með sunnudagsins 3. nóvember. Hér að neðan má sjá dagskrána fyrir Seyðisfjörð. Dagskrá á öðrum stöðum á Austurlandi má finna inni á vefsíðu Austurbrúar.

About Days of darkness click here

Seyðisfjörður:

30. október - 3. nóvember

Bókasafn Seyðisfjarðar

Myrkragetraun fyrir alla. Bókamarkaður - höfum opnað markaðinn að nýju og seljum aukaeintök af kiljum o.fl.  Verð kr. 200-500kr. Bækur gefins. Sektarlausir dagar 30. október - 2. nóvember nk. verður hægt að skila bókum sem komnar eru fram yfir síðasta skiladag án þess að fá sekt.

Miðvikudagur 30. október

15:00-17:00 Kósýkertaljósakaffihús í Herðubreið

Fimmtudagur 31. október

15:00-17:00 Kósýkertaljósakaffihús í Herðubreið

Skerum út í grasker eitthvað hræðilegt, hryllilegt og hroðalegt í Herðubreið frá kl. 15:00-17:00 með Idu og Johnny (Austurlands Food Coop) 

Komdu með eigin hníf, skeið og ílát fyrir graskersfræ. Á staðnum verða pennar til þess að teikna fyrir formum, en gott er að vera búinn að kíkja á útfærslur á netinu, prenta út form og fá hugmyndir.

Foreldrar eru beðnir um að koma með börnum sínum og vera þeim til aðstoðar. Graskerið kostar 1000 kr, verið tímanlega því fyrstur kemur fyrstur fær.

Skaftfell - miðstöð myndlistar á Austurlandi

16:30-18:00 Listamenn sem dvelja í gestavinnustofu Skaftfells, þau Ioana Popovici (RO), Michala Paludan (DK) og Rasmus Røhling (DK) bjóða upp á listamannaspjall í Skaftfelli. Allir velkomnir! 

Föstudagur 1. nóvember

Leikskólinn Sólvellir

Leikið með ljós og skugga á leikskólanum. Slökkt verðu á ljósum innandyra og allir koma með vasaljós til að leika með í myrkrinu snemma morguns. Við notum skjávarpa og allskyns efnivið til að skapa litrík og fjölbreytt listaverk á veggina. 

8:15 - 9:00  Börn, starfsfólk og foreldrar leikskóladeildar skapa hreyfiverk á suðurvegg Gamla skóla þar sem kastara er beint á vegginn. 

15:00-17:00 Kósýkertaljósakaffihús í Herðubreið

17:00 Vetrartónleikar listadeildar Seyðisfjarðarskóla (rauða skóla)

20:00 Afturganga – gangan hefst við Tækniminjasafnið. Göngum aftur um Seyðisfjörð - upplýst í myrkrinu. Gangan endar með heitu kakó og tunnueldi við Skaftfell. Gestir eru hvattir til þess að taka eigin  götumál eða bolla með sér. 

Skaftfell

20:59 Jólasnjórinn fellur á Skaftfelli - ískaldur Jóla tuborg á dælu. 

22:00 Austin James Christ flytur vel valin frumsamin lög

23:00 DJ tríóið Puff'n´stuff and stay puft sisters trylla líðinn með góðu úrvali af skuggalegum tónlistarsmellum. Hvetjum alla til að mæta í góðum dansskóm og ekki skemmir fyrir að smella sér í skemmtilegan búning.

23:00 Hrekkjavökupartý á Sirkus með dj Madame X'D. 

 

Laugardagur 2. nóvember

10:00-11:00 Íþróttaskólinn verður á sínum stað og mega allir krakkar koma í búning og með vasaljós með sér.

 

Ströndin Studio

13:00- 17:00 Ströndin Studio fagnar Dögum myrkurs með sérstöku námskeiði til heiðurs filmuljósmyndunar. Á þessu 4 klst kynningar námskeiði verður kennt hvernig á að taka mynd á stórformat filmu myndavél með því að mynda beint á pappír og framkallað eftir svo kölluðu kontakt prenti í myrkrakompu. Í kjölfar námskeiðs verður sértilboð fyrir dagar myrkurs: 3.000 kr
Takmarkast við 6 manns. Skráning: strondinstudio@gmail.com

17:00 Opið hús sem mun marka opnun nýrrar myrkrakompu hjá Stúdió Ströndin.

 

Hrekkjavökuball í Herðubreið

15:00-16:00 Leikskóladeild

16:00-18:00 1.-4.bekkur

20:00-22:00 5.-10.bekkur

 

Sundhöll Seyðisfjarðar

10:00-13:00 Upphituð laug

18:30-19:30 Flot og hugleiðsla í sundlauginni. Athugið að vera tímanlega til þess að tryggja ró í lauginni.

Sunnudagur 3. nóvember

Seyðisfjarðarkirkja

Sunnudagaskólinn kl. 11 með biblíusögu, kirkjubrúðum og miklum söng og myrkrarkaffi á eftir. 

Allra heilagra messa kl. 20. Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir söng. Organisti er Rusa Petriashvili. Prestur er Sigríður Rún Tryggvadóttir. Látinna minnst og kveikt á kertum í þeirra minningu. 

 

20.00 Hrollvekja í bíósal Herðubreiðar (18+)