Dagar myrkurs á bókasafninu

Viltu koma og lesa?

Í tilefni af Dögum myrkus voru börn og unglingar sérstaklega velkomin á bókasafnið frá þriðjudegi til fimmtudags eftir skóla að lesa. Fyrir hverja lesna bók á bókasafninu fengu þau litla gjöf. Gaman er að segja frá því að sófarnir voru fullir af börnum alla dagana.

Í gær, fimmtudag, var einnig boðið upp á upplestur á draugasögum og öðrum hryllilegum sögum frá klukkan 15.

Allir velkomnir á bókasafnið.