Danslistaverk "Feelings"

Eftir Alona Perepelytsia

Gaman er að segja frá því að Alona Perepelytsia samdi sérstakt dansverk sem hún gaf út í tilefni af 125 ára afmæli Seyðisfjarðarkaupstaðar. Verkið heitir "Feelings" og má sjá hér. Skemmtilegt er að sjá hvernig Alona fékk bæjarbúa, unga sem aldna, til liðs við sig í dansinum. Sandra Ólafsdóttir filmaði og klippti myndbandið. 

Seyðisfjarðarkaupstaður þakkar kærlega fyrir fallega gjöf og óskar Alonu og Dansskóla Austurlands alls hins besta í framtíðinni.