Deiliskipulag

Hlíðarvegur og Múlavegur

Bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar samþykkti þann 28.06.2019 deiliskipulag fyrir Hlíðarveg og Múlaveg á Seyðisfirði. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir, verið send umsögn bæjarstjórnar. Deiliskipulagið er samþykkt með þeirri breytingu að umfjöllun um minjar voru uppfærðar í samræmi við fornleifaskráningu, umfjöllun um svipmót byggðar var uppfært í samræmi við húsakönnun og athugasemdir Minjastofnunar. Einnig var lagt til frekari verndunar húsa við Garðarsveg 15. Hægt er að kæra samþykkt bæjarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

 

Skipulags og byggingafulltrúi Seyðisfjarðarkaupstaðar.