Eldri borgarar

Félagsstarf hafið að nýju
Ljósmynd úr safni; Öldutún.
Ljósmynd úr safni; Öldutún.

Handavinna er aftur byrjuð á miðvikudögum í Öldutúni fyrir eldri borgara. Handavinna er opin fyrir alla eldri borgara og er frá klukkan 13 til 17. Eins er íþróttasalur opinn alla mánudaga frá klukkan 13:40 til 15 og fimmtudaga frá klukkan 14-15. Þar er möguleiki að koma og ganga, sem og gera æfingar ef áhugi er fyrir hendi. Því miður getur vatnsleikfimi ekki hafist aftur að svo stöddu.

Félag eldri borgara, Framtíðin, hefur fengið leyfi til að opna fyrir sitt félagsstarf í Öldutúni aftur.