Bæjarstjórn 12.04.17

1722. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn, 12. apríl 2017, hélt bæjarstjórn Seyðisfjarðar fund í íþróttamiðstöðinni (fundarsal 3. hæð) og hófst fundurinn kl. 16:00.

Mætt voru: Arnbjörg Sveinsdóttir, Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Svava Lárusdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Óla B Magnúsdóttir í fjarveru Unnars Sveinlaugssonar, Þórunn Hrund Óladóttir. Fundarritari var Inga Þorvaldsdóttir.

Fundargerðin var færð í tölvu. 

Gerðir fundarins:

Forseti bauð fólkið velkomið til fundar og setti fundinn.

Í upphafi fundar bar forseti upp afbrigði um að bæta á dagskrá sem lið nr. 15  „Tilnefning fulltrúa Seyðisfjarðarkaupstaðar í félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs.“

Afbrigðið var samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

1. Ársreikningur 2016

Á fundinn undir þessum lið mætti Sigurður Álfgeir Sigurðsson endurskoðandi. Lögð fram drög að ársreikningi kaupstaðarins fyrir árið 2016 og ársreikningum sjóða hans fyrir árið 2016.

Sigurður kynnti drögin að ársreikningi kaupstaðarins, ársreikninga sjóða og niðurstöður þeirra.

Undir lið 6 í 2392. fundargerð bæjarráðs má finna eftirfarandi tillögu:

„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir ársreikning 2016 til síðari umræðu.“

Undir lið 1 í fundargerð hafnarmálaráðs frá 3.04.17 samþykkir hafnarmálaráð að vísa drögum ársreiknings hafnarsjóðs til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Ársreikningurinn er til umfjöllunar sér og í drögum að samstæðureikningi.

Til máls tóku: Vilhjálmur, Arnbjörg, Elfa Hlín, Þórunn, Svava, Margrét, Óla og Sigurður Álfgeir.

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

2. Fundargerð bæjarráðs nr. 2389 dagsett 15.03.17

Eftirfarandi fundargerð var lögð fram til kynningar :
V
elferðarnefnd frá 28.02.17.

Liður 2.2. í fundargerðinni tekinn fyrir undir lið 3 á dagskrá. 

Liður 4.1. í fundargerðinni tekinn fyrir undir lið 4 á dagskrá.

Tillaga undir lið 9 í fundargerðinni tekin fyrir undir lið 5 á dagskrá. 

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina, Svava um lið 1.1, Arnbjörg um lið 10 og Vilhjálmur um lið 10.

Fundargerð samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

3. Skipulagsskrá Skaftfells

Lögð fram skipulagsskrá Skaftfells sem samþykkt var á stjórnarfundi Skaftfells 20.10.2016.

Til máls tóku bæjarstjóri og Arnbjörg.

Eftirfarandi tillaga borin upp:

Bæjarstjórn samþykkir framlagða skipulagsskrá fyrir sitt leyti.

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

4. Viðauki við fjárhagsáætlun vegna fjölgunar stöðugilda við Seyðisfjarðarskóla.

Til máls tók bæjarstjóri sem lagði fram tillögu um viðauka nr. 1 2017.

Viðauki nr. 1, deild 04111. Leikskóladeild, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, útgjöld samtals 6.500.000 kr. Nettóbreytingin nemur 6.500.000 krónum gjaldamegin í reikningshaldi kaupstaðarins.

„Bæjarstjórn samþykkir tillögu um viðauka 1 og að honum verði mætt af handbæru fé.“

 

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

5. Skipurit Seyðisfjarðarskóla.

Eftirfarandi tillaga frá bæjarráði liggur fyrir undir þessum lið:

„Bæjarstjórn samþykkir að í skipuriti Seyðisfjarðarskóla hafi deildarstjórar leikskóla-, grunnskóla- og listadeildar starfsheitin aðstoðarskólastjórar viðkomandi deilda eins og kemur fram í starfslýsingum. Þá verði í leikskóladeild gert ráð fyrir því svigrúmi að deildarstjóri/aðstoðarskólastjóri leikskóladeildar geti í stað þess að gegna jafnframt deildarstjórahlutverki einnar deildar leikskóladeildar verið svokallaður flakkari, í því felst að leysa af deildarstjóra og að veita deildunum stuðning með afleysingum eftir þörfum og því sem við verður komið“.

Til máls tók bæjarstjóri.

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

6. Fundargerð bæjarráðs nr. 2390 dagsett 22.03.17

Eftirfarandi fundargerð lögð fram til kynningar:

Ferða- og menningarnefnd frá 13.03.17.

Liður 2.4. í fundargerðinni tekinn fyrir undir lið 7 á dagskrá. 

Fundargerðin opnuð fyrir umræðu.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina.

Fundargerð samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

7. Erindi eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga frá 7.03.17.

Lagt fram bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga dagsett 7.03.17 þar sem óskað er eftir sjónarmiðum sveitarstjórnar, útskýringum á fyrirætlunum, stefnumörkun á næstu árum og aðgerðum til úrbóta ásamt fjárhagslegum áhrifum til lengri tíma litið vegna rekstrar A- hluta kaupstaðarins.

Til máls tóku bæjarstjóri, Elfa Hlín og Arnbjörg.

Bæjarstjórn felur bæjarráði að taka saman erindi með sjónarmiðum og áformum bæjarstjórnar og svara eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. 

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

8. Fundargerð bæjarráðs nr. 2391 dagsett 29.03.17

Eftirfarandi fundargerð lögð fram til kynningar :
      Fræðslunefnd frá 21.03.17.

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina, Arnbjörg um lið 1.1 og 3.5 Elfa Hlín um lið 1.1.

Fundargerð samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

9. Fundargerð hafnarmálaráðs dagsett 03.04.17

Liður 1 í fundargerðinni var til afgreiðslu undir lið 1 í dagskrá.

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina.

Fundargerð samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

10. Fundargerð bæjarráðs nr. 2392 dagsett 05.04.17

      Eftirfarandi fundargerð lögð fram til kynningar :
      Umhverfisnefnd frá 27.03.17.

Liður 2.2. í fundargerðinni tekinn fyrir undir lið 11 á dagskrá. 

Liður 2.6. í fundargerðinni tekinn fyrir undir lið 12 á dagskrá.

Tillaga undir lið 5 í fundargerðinni tekin fyrir undir lið 13 á dagskrá. 

Til máls tók bæjarstjóri sem kynnti fundargerðina, Elfa Hlín um lið 1.2,2.1, 2.8 og 2.9, Margrét um lið 1.1,2.8 og 2.9 og Arnbjörg um lið 2.8

Fundargerð samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

11.Sameiginleg húsnæðisáætlun fyrir sveitarfélögin á Austurlandi

Lögð fram fyrirspurn frá stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um afstöðu til mögulegrar þátttöku í samvinnu um gerð húsnæðisáætlunar fyrir Austurland.

Til máls tóku bæjarstjóri og Arnbjörg.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur jákvætt í erindi um sameiginlega húsnæðisáætlun og  þátttöku fyrir sitt leyti með fyrirvara um þátttöku annarra sveitarfélaga á Austurlandi.

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

12. Tillaga frá stjórn SvAust ehf. um rekstur félagsins

Lögð fram tillaga frá stjórn SvAust ehf um að öll sveitarfélög á Austurlandi sameinist um að standa að rekstri og umsýslu SvAust ehf. á forsendum sem gert er grein fyrir í tillögunni og fylgiskjölum.

Tillagan opnuð fyrir umræðum, til máls tóku Margrét, Elfa Hlín, Þórunn Hrund, Svava, Vilhjálmur og Arnbjörg.

Bæjarstjórn tekur jákvætt í tillögu stjórnar SvAust ehf. um að öll sveitarfélögin á Austurlandi sameinist um að standa að rekstri og umsýslu SvAust ehf.  Bæjarstjórn felur bæjarráði að vinna að undirbúningi um þátttöku kaupstaðarins og leggja fyrir bæjarstjórn, þegar nánari upplýsingar um forsendur tillögunnar og þátttöku sveitarfélaga á Austurlandi liggja fyrir“.

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum

13. Verndarsvæði í byggð – Seyðisfjörður

Eftirfarandi tillaga liggur fyrir frá bæjarráði ásamt uppdrætti sem markar útlínur svæðisins.

„Bæjarstjórn samþykkir að verkefnið Verndarsvæði í byggð afmarkist við Bjólfsgötu, Oddagötu, Öldugötu, Norðurgötu og Vesturveg.“

Til máls tóku bæjarstjóri sem kynnti tillöguna, Elfa Hlín, Margrét,Vilhjálmur, Elfa Hlín og Arnbjörg.

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

14. Fundargerð 848. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24.03.17.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15. Tilnefning fulltrúa Seyðisfjarðarkaupstaðar í félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs.

Tillaga liggur fyrir um að Svava Lárusdóttir taki sæti í félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs í stað Arnbjargar Sveinsdóttur.

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum

 

 

Fundi slitið kl. 20:21.