Uppbyggingarsjóður Austurlands
Uppbyggingarsjóður Austurlands auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2021.
Hlutverk Uppbyggingarsjóðs er að styrkja menningar–, atvinnu– og nýsköpunarverkefni sem falla að Sóknaráætlun Austurlands. Auk þess veitir sjóðurinn stofn– og rekstrarstyrki til menningarverkefna.
Uppbyggingarsjóður Austurlands er samkeppnissjóður og miðast styrkveitingar við árið 2021.
Djúpivogur 5. október - kl. 13:00–15:00 í Djúpinu (Sambúð)
Reyðarfjörður 6. október - kl. 16:00–18:00 í Austurbrú
Seyðisfjörður* 7. október - kl. 13:00–15:00 í Silfurhöllinni
Vopnafjörður 8. október - kl. 13:30–15:30 í Kaupvangi
Egilsstaðir 13. október - kl. 15:00–17:00 á Vonarlandi
*Ath. vinnustofan á Seyðisfirði fer fram á ensku.
Áherslur Uppbyggingarsjóðs Austurlands fyrir árið 2021 eru í samræmi við nýja Sóknaráætlun Austurlands og má skoða áherslurnar í handbók Uppbyggingarsjóðs Austurlands á heimasíðu Austurbrúar.
Vinnustofur verða á eftirtöldum stöðum þar sem hægt verður að fá ráðgjöf og aðstoð við gerð umsókna.
Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig á vinnustofurnar gegnum heimasíðu Austurbrúar eða Facebook síðu Austurbrúar. Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við starfsstöðvar Austurbrúar í síma 470–3800.
Opið er fyrir umsóknir á soknaraaetlun.is
Umsóknarfrestur er til kl. 23:00 þann 15. október 2020. Verkefnastjórar Uppbyggingarsjóðs Austurlands eru Signý Ormarsdóttir signy@austurbru.is og Tinna Halldórsdóttir tinna@austurbru.is.