Umhverfisnefnd 26.09.16

Fundur í umhverfisnefnd Seyðisfjarðar 

Mánudaginn 26. september 2016 kom umhverfisnefnd saman til fundar í fundarsal að Hafnargötu 44 kl. 16.15. Mættir Elvar Snær Kristjánsson, Óla Björg Magnúsdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Halla Dröfn Þorsteinsdóttir og Dagný Ómarsdótti auk byggingarfulltrúa sem ritaði fundargerð.

Formaður óskar afbrigða að taka á dagskrá umsagnarbeiðni um rekstrarleyfi frá Skálanessetrið. Samþykkt samhljóða.

 

Gerðir fundarins:

 

1. Oddagata 1 beiðni um leyfi til hækkunar á húsi.

Tekin fyrir beiðni um leyfi til að hækka húsið að Oddagötu 1 frá Helga Gunnarssyni. Umhverfisnefnd samþykkir að óska eftir frekari gögnum til að grenndarkynna erindið.

 

2. Botnahlíð 33, umsókn um leyfi til sölu gistingar.

Umsækjandi: Bókakaffi Hlöðum ehf.., kt. 530111-0240.

Gististaðurinn er í flokki II skv. 3. gr. laga nr. 85/2007 (gistiskáli). Um er að ræða nýtt leyfi.

Umsögn:

Umhverfisnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við að orðið verði við umsókninni.

Umsögnin er bundin fyrirvara um að umsagnir heilbrigðiseftirlits, eldvarnaeftirlits, vinnueftirlits og byggingarfulltrúa séu jákvæðar.

Athugasemd er gerð við að í umsagnarbeiðni sýslumanns er talað um sumarhús sem á ekki við í þessu tilviki.

 

3. Vesturvegur 4, umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga.

Málið kynnt og afgreiðslu frestað þar til gögn hafa borist.

 

4. BR. 2366 1,3a Tilnefning tveggja fulltrúa í svæðisskipulagsnefnd

Lögð fram beiðni um tilnefningu tveggja fulltrúa í svæðisskipulagsnefnd. Umhverfisnefnd samþykkir að tilnefna Höllu Dröfn og Pál Þór sem fulltrúa. Óla Björg verður til vara.

 

5. BR. 2370 1.7 Skipulagsstofnun 10000 tonna laxeldi í Seyðisfirði. Beiðni um umsögn

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun um tillögu að matsáætlun vegna 10,000 tonna framleiðslu á laxi í Seyðisfirði. Byggingarfulltrúa falið að taka saman drög að umsögn nefndarinnar.

 

6. Til kynningar:

6.1.Dagur íslenskrar náttúru

6.2.Byggingavettvangur, kynning

Lagt fram til kynningar.

 

7. Afbrigði, Skálanessetur umsókn um leyfi til sölu gistingar.

Lögð fram umsagnarbeiðni um leyfi til sölu gistingar. Umhverfisnefnd samþykkir að óska eftir nánari skýringu á misræmi í umsókn og umsagnarbeiðni þar sem í umsókn er óskað eftir leyfi í flokki I en í umsagnarbeiðni er óskað eftir leyfi í flokki II.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.30.