Fasteignaskattur

Umsóknir um niðurfellingu / afslátt

Vakin er athygli á því að nú er hægt að sækja um niðurfellingu / afslátt á fasteignaskatti hjá Seyðisfjarðarkaupstað. Reglur um slíkt má sjá hér og umsóknareyðublað er hér.

Samkvæmt 1. gr. er tekjulágum eftirlauna- og örorkulífeyrisþegum sem eiga lögheimili á Seyðisfirði veittur afsláttur af fasteignaskatti af samþykktu íbúðarhúsnæði, samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Seyðisfjarðar ár hvert og reglum þessum, sbr. heimild í 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.