Félagsheimilið Herðubreið

Fréttabréf
Félagsheimilið Herðubreið
Félagsheimilið Herðubreið

KÆRU SEYÐFIRÐINGAR

Á meðan snjórinn skríður niður fjöllin og niðrí bæ erum við að undirbúa okkur fyrir komandi vetur. Okkur langar að segja ykkur frá því hvað við höfum verið að gera í húsinu frá því að við töluðum við ykkur síðast!

Eftir annasamt sumar af endurbótum þar sem við byrjuðum á því að fagna komu sólarinnar inn í hátíðarsalinn með því að setja upp glugga með gleri og kveðja þar af leiðandi að eilífu dimmt og drungalegt andrúmsloft inní þeim sal. Því næst var skipt um gólfið í hátíðarsalnum sem varð fyrir vatnsskemmdum í febrúar á þessu ári. Við stöllur nýttum heldur betur styrkinn sem við sögðum ykkur frá í síðasta bréfi og endurbættum baðherbergin og gólfin. Húsið hefur líklega sjaldan litið eins vel út að innan þar sem náttúruleg birta flæðir á milli rýma, ilmandi kaffikeimur af kaffihúsinu umlykur húsið og huggulegheit í nýrri setustofu.

Í sumar hýsti húsið LungA hátíðina að venju sem gekk vonum framar, einnig voru haldin brúðkaup og
skólasamkomur núna þegar skólinn hefur tekið aftur til starfa eftir sumarið. LungA-skólinn hefur einnig hafið starfsemi á ný eftir sumarfrí og ungir listamenn fylla nú húsið með skapandi og skemmtilegri orku. Við erum í þann mund að klára nýja eldhúsið sem verður frábært, ekki bara fyrir skólann heldur alla þá sem hafa áhuga á að koma og nota það. Nýja eldhúsið gerir okkur kleift að hýsa viðburði með einföldum og góðum hætti og við vonum að þú hafir áhuga á að koma og nýta þér aðstöðuna sem við höfum uppá að bjóða fyrir ýmsa viðburði og veislur. Rýminu sem hýsti gamla eldhúsið munum við breyta í notendavænt svæði fyrir Leikfélagið og skapandi vinnustofur fyrir áhugasamt fólk á öllum aldri. Einnig langar okkur til þess að virkja unga fólkið í bænum með því að gefa þeim pláss í kjallaranum til þess að koma og skapa í þeirra eigin rými.

Næsta verkefni hjá okkar er að endurræsa bíóhús Seyðisfjarðar. Til þess að koma með alvöru kvikmyndahús til Austurlands! En til að gera þetta þurfum við ykkar aðstoð. Við þurfum að safna 5.000.000 kr til þess að fá allan búnað og leyfi til að hefja rekstur á kvikmyndahúsinu. Ef þú hefur áhuga og getu til þess að hjálpa, vinsamlegast hafið samband við info@herdubreidseydisfjordur.is.

Að lokum erum við spenntar að tilkynna að List í Ljósi hátíðin verður haldin 15. og 16. febrúar 2019 til að fagna komu sólarinnar enn einu sinni. List í Ljósi mun taka vel á móti listamönnum og gestum frá öllum heimshornum sem koma til okkar sérstaklega til þess að taka þátt í komandi hátíð og taka þátt í samfélaginu á Seyðisfirði og til að lýsa upp myrkrið. Settu dagana í dagbókina og við vonumst til að sjá þig þar því List í Ljósi er upplifun sem ekki má missa af!

NÆSTU VIÐBURÐIR Í HERÐUBREIÐ:

15. nóvember Styrktar tónleikar 18:00 við bjóðum uppá ljúfa tóna, gómsætan mat og fleira.
allur ávinningur fer til Ívars Andrésar og fjölskyldu.

Desember Rithöfundarlestin (auglýst síðar)
2. desember Jólatónleikar með Prins Póló og Benna Hemm Hemm
8. desember Frumsýning á leikriti hjá Leikfélagi Seyðisfjarðar
29. desember Lions verður með sitt árlega jólaball

VIKULEGIR VIÐBURÐIR OG TÍMAR:
Kaffihúsið er opið á miðvikudögum og laugardögum frá kl. 15:00-18:00 með kökum á miðvikudögum og brunch matseðli á laugardögum.
Húsið er opið fyrir sjálfstætt starfandi á virkum dögum frá kl. 9-17:00 þar sem kaffikannann er á borðinu, eins mikið kaffi og þú getur í þig látið og skrifborðspláss er í boði fyrir aðeins 500 kr. á dag.

Miðvikudagar 19:00 Samfélags jóga (enginn kennari, komdu með eigin dýnu)

Laugardaga 13-19:00 - Kaffihúsið býður uppá brunch seðil
13:00 Súrdeigsbrauð (panta hjá Zuhaitz á fb)
15:00 Prjónaklúbbur
17:00 Fjölskyldubíó (verður auglýst á fb síðu Herðubreið)

Sunnudagur 10:00 Samfélags jóga (enginn kennari, komdu með eigin dýnu)

Til að fylgjast með viðburðum í húsinu skaltu heimsækja Facebook síðuna okkar @herdubreidseydisfjordur. 

Til þess að bóka rými skaltu heimsækja heimasíðu okkar herdubreidseydisfjordur.is eða senda okkur línu á info@herdubreidseydisfjordur.is

Við hlökkum til að sjá þig í húsinu!


DEAR SEYÐISFJÖRÐUR,

As the snow creeps down the mountains to Seyðisfjörður and we prepare for the coming winter, we are catching up on what has been happening in Herðubreið the last months!

After a busy summer of renovations where we welcomed the sun into the main hall by the reinstallation of the windows along the south wall and the replacement of the floor to the main hall, we then renovated the bathrooms and foyer thanks to the Framkvæmdasjóður ferðamannastaða grant we were awarded earlier this year. The house is now looking its freshest with an operating café and new lounge area.

This summer, the house hosted a fantastic LungA Festival as well as several community events, weddings and school gatherings making it the busiest the house has been since we have operated. The LungA School has also finally returned filling the house with creative content and energy.

We are now finishing the new kitchen that will be a wonderful asset to the school and also enable us to host events more easily as well as invite you, the community to start up new edible initiatives through our commercial license. The kitchen will make way for a more user-friendly theatre and backstage, creative studios for youth and project spaces for knitting groups, sewing and craft.

Our next project is to relaunch the Seyðisfjörður Cinema to bring movies to East Iceland and to do this we need your help. We need to raise 5,000,000 kr for equipment and licensing to launch the cinema so please contact info@herdubreidseydisfjordur.is if you would like to contribute or know someone who would.

Finally, we are excited to announce the return of List í Ljósi festival on the 15th and 16th of February 2019 to mark the arrival of the sun once more. List í Ljósi will be welcoming artists and visitors from across the globe to participate in the upcoming festival and join the community of Seyðisfjörður to light up the night. Put the dates in the diaries and we hope to see you there!

UPCOMING EVENTS IN HERÐUBREIÐ:
15th November Charity Concert 18:00 Music, food, stalls –
all proceeds going towards Ívar Andrésar who recently lost his house to fire.
December The Author’s Train (date TBC)
2nd December Christmas Concert with Prins Polo, Benni Hem Hem
5th December Seyðisfjörður Theatre Show
29th December Kids Christmas Dance

WEEKLY EVENTS AND HOURS:
The café is open on Wednesdays and Saturday 13-19:00 with cake on Wednesdays and a brunch menu on Saturdays.
The house is open for freelance work on weekdays 09-17:00 where refill coffee, and desk space is available for a daily price of 500 kr.

Wednesdays 19:00 Community Yoga (Self directed, BYO Mat)

Saturdays 13-19:00 – Café open (all-day menu) 13:00 Sourdough bakery (order with Schweiz on FB)
15:00 Knitting Club
17:00 Family movie club

Sunday 10:00 Community Yoga Group (Self directed, BYO Mat)

To keep up to date on events in the house please visit our Facebook page @herdubreidseydisfjordur
VENUE HIRE

If you would like to book your Christmas Party, celebration or private event, please visit our website for booking info and rental prices, please visit our website: herdubreidseydisfjordur.is or email info@herdubreidseydisfjordur.is

We look forward to seeing you at the house!