Ferða- og menningarnefnd 02.09.19

Haldinn var fundur ferða- og menningarnefndar Seyðisfjarðarkaupstaðar 2.september 2019 í fundarsal Íþróttamiðstövar klukkan 16:15

 

Mætt á fundinn

Tinna Guðmundsdóttir

Oddný Björk Daníelsdóttir

Ólafur Pétursson, varamaður, í fjarveru Bóasar Eðvaldssonar

Sesselja Hlín Jónasardóttir

Arnbjörg Sveinsdóttir

 

Boðuð forföll

Hjalti Bergsson

Bóas Eðvaldsson

Sonia Stefánsdóttir, vegna liðar 1a.

 

Formaður óskar eftir afbrigðum að bæta inn sem lið nr. 7 „Framkvæmdasjóður ferðamannastaða“.
Afbrigði samþykkt samhljóða.

 

Fundur hófst kl: 16:21

Dagskrá

1. Fjárhagsáætlun

1.1. Starfsáætlun og fjárhagsáætlun bókasafns. Frestað til næsta fundar.

1.2. Starfsáætlun og fjárhagsáætlun tjaldsvæðis og upplýsingamiðstöðvar

Nefndin telur mikilvægt að sá hagnaður sem er af rekstri tjaldsvæðisins verði nýttur í endurfjárfestingu, að mæta aðkallandi viðhaldsþörf og endurnýjun á tækjum og búnaði. Nefndin leggur til að forstöðumaður tjaldsvæðisins, ásamt AMÍ fulltrúa, geri drög að fimm ára viðhalds- og framkvæmdaáætlun fyrir uppbyggingu tjaldsvæðisins fyrir fjárhagsáætlun kaupstaðarins.

 

2. Menningarmál

Nefndin kallar eftir nánari upplýsingum um deild 541 vegna söguritunar og einnig eftir deild 535 vegna Miðstöðvar menningarfræða og stöðu vegna verkefna þeim tengdum.
Nefndin kallar eftir sundurliðun á deild 595 vegna annarra styrkja.

Nefndin minnir bæjarráð á að ekki hefur hafist vinna við menningarstefnu Seyðisfjarðarkaupstaðar. Nefndin leggur til þess að gert verði ráð fyrir allt að 5.000.000 kr. í þetta mikilvæga verkefni í næstu fjárhagsáætlun.

 

Arnbjörg víkur af fundi kl. 17:25

 

3. Kynningarmál

Kominn er vísir að markaðsáætlun og leggur nefndin til að leitað verði til hagsmunaaðila til fjármögnunar.

4. Merkingar og skilti

Nefndinni barst bréf frá Sigrúnu Ólafsdóttur, dagsett 8. ágúst 2019, með ábendingum um eftirlit og merkingar á Seyðisfirði. Nefndin tekur undir með Sigrúnu og þakkar henni fyrir ábendingarnar. Nefndin hvetur íbúa til þess að senda inn ábendingar í gegnum vef Seyðisfjarðarkaupstaðar (Hafðu samband hnappur) um hvar ferðamenn eru að gista utan tjaldsvæðis og ganga örna sinna, svo hægt sé að setja upp leiðbeindandi skilti á viðeigandi stöðum.  

 

5. Erindi frá Örnefnanefnd

Lagt fram til kynningar.

 

6. Haustfundur ferða- og menningarnefndar

Ákveðið að halda haustfund 26. september kl. 12:00 í fundarsal íþróttahússins.

 

7. Næsti fundur ferða- og menningarnefndar
Ákveðið að halda næsta 30. september 2019 kl. 14:00 í fundarsal íþróttahússins.

 

8. Starfsmannamál

Máli frestað til næsta fundar.

 

9. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða

Nefndin óskar eftir formlegri stöðuskýrslu á útistandandi verkefni styrktum af Framkvæmdasjóði ferðamannastaða frá byggingarfulltrúa.

Umræður um næstu verkefni og forgangsröðun.

 

 

Fundi slitið kl. 18:28.