Ferða- og menningarnefnd 02.10.17

Ferða- og menningarnefnd 

Boðað var til fundar mánudaginn 2. október kl. 16:15  á Bæjarskrifstofunni, Hafnargötu 44.

Mætt á fundinn: Hjalti Bergsson, Arnbjörg Sveinsdóttir, Davíð Kristinsson, Tinna Guðmundsdóttir sem ritaði fundargerð, Sigrún Ólafsdóttir og Dagný Erla Ómarsdóttir. Hjalti mætir kl. 17:00.

Dagskrá:

1. Ársskýsla Skaftfells og ársreikningur 2016.

Tinna kynnir. Listænt starf gengur vel, gerðar voru litlar breytingar á skipulagsskrá, stjórn fundaði reglulega og ágætlega gengur að fjármagna verkefni. Sýningarhald var öflugt, greiðslur til listamanna fara hækkandi milli ára, miðstöðin var hluti af fimm erlendum samstarfsverkefnum, haldið var Vistfræðiskotið málþing, skipulagt nýtt prentnámskeið fyrir listamenn og árlegt fræðsluverkefni teygði anga sína um allt Austurland og lengra. Töluverður halli var á starfseminni 2016 vegna nýrra kjarasamninga og til að koma til móts við aukin kostnað var stöðugildi forstöðumanns lækkað í 80%. Miðstöðin fagnar 20 ára afmæli á næsta ári og undirbúningur er hafin, bæði verður sýning og gefið út rit til að fagna áfanganum.

 

2. Fjárhagsáætlun.

Dagný kynnir drög af starfsáætlun Ferða- og menningarnefndar. Nefndin samþykkir nýjar áherslur varðandi að leggja til aukið framlag til Skaftfells sem fagnar 20 ára afmæli á næsta ári og hafa til ráðstöfunnar fjármagn til að styðja við sjálfsprottin innanbæjarverkefni.

 

3. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða.

Málin rædd af miklum áhuga, sérstaklega var rætt um fjölgun viðkomustaða og koma nokkrir staðir til greina.

 

4. Haustfundur ferðaþjónustunnar.

Ákveðið að halda fund um miðjan nóvember.

 

5. Skilti við Vesturveg.

Rætt um að klára málið sem fyrst.

 

6. Kynningar og markaðsmál.

Dagný sýnir samantekt vegna 2017 og mun vinna að þróa áfram.

 

7. Næsti fundur.

Nefndin hittist næst og heldur fund fyrir haustfundinn, um miðjan nóvember.

 

Fundi slitið 18:20.