Ferða- og menningarnefnd 04.09.17

Ferða- og menningarnefnd 

Boðað var til fundar mánudaginn 4. september 2017 kl. 14:00 á Bæjarskrifstofunni, Hafnargötu 44.

Mætt á fundinn: Rúnar Gunnarsson, í fjarveru Hjalta Bergssonar, Ólafía María Gísladóttir, í fjarveru Sigrúnar Ólafsdóttur, Tinna Guðmundsdóttir sem ritaði fundargerð, Gunnar Sverrisson, í fjarveru Davíðs Kristinssonar, Arnbjörg Sveinsdóttir og Dagný Erla Ómarsdóttir.

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun

a) Starfsáætlun og áhersluatriði Upplýsingamiðstöðvar: Rúnar Gunnarsson kynnti fyrir nefndinni og nefndin samþykkir þær áherslur sem koma fram, en telur að gera þurfi kostnaðaráætlun í samræmi við tillögurnar.

b) Starfsáætlun og áhersluatriði tjaldsvæðis: Rúnar Gunnarsson kynnti fyrir nefndinni og nefndin samþykkir þær áherslur sem koma fram, en telur að gera þurfi kostnaðaráætlun í samræmi við tillögurnar.

c) Starfsáætlun og áhersluatriði ferða- og menningarnefndar: Nefndin leggur til að þeir fjármunir sem eru ráðstafað í bæjarhátíðir sem eru ekki með samning verði sameinað í einn lykil. Þessum fjármunum verði svo ráðstafað með lítilli fyirhöfn í ný frumkvæði á vegum bæjarbúa, sem nefndin mælir með. Dagný mun gera samantekt á menningarviðburðum og listafyrirbærum og samhliða starfsáætlun fyrir 2018.

 

2. Framhaldsfundur um ferðaþjónustu á Seyðisfirði. Dagný leggur fram til kynningar. Nefndin fagnar þessu góða starfi sem grasrótin tekur þátt í.

 

3. Haustfundur ferðaþjónustunnar. Nefndin leggur til að fundurinn verði haldin í lok október.

 

4. Undirbúningur aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Dagný leggur fram til kynningar og mun áframsenda á bæjarstofnanir og innanbæjar listafyrirbæri.

 

5. Framkvæmdasjóður Ferðamannastaða.  Málin rædd, sérstaklega var rætt um gönguleiðir og öryggismál.

 

6. Kynningar og markaðssetning Seyðisfjarðar. Frestað til næsta fundar.

 

Næsti fundur 2. október 2017

Fundi slitið 16:40.