Ferða- og menningarnefnd 04.11.19
Fundur Ferða- og menningarnefndar 4. nóvember 2019
Boðað var til fundar í Ferða- og menningarnefnd mánudaginn 4. nóvember 2019 klukkan 14:00 í fundarsal Íþróttamiðstöðvar.
Mætt:
Tinna Guðmundsdóttir, formaður L-lista
Oddný Björk Daníelsdóttir, varaformaður D-Lista
Sesselja Hlín Jónasardóttir, frá ferðaþjónustu
Arnbjörg Sveinsdóttir frá menningargeira
Hjalti Þór Bergsson, áheyrnafulltrúi B-lista
Jónína Brá Árnadóttir, atvinnu-, menningar og íþróttafulltrúi
Fjarvera:
Bóas Eðvaldsson frá ferðaþjónustu
Fundur hófst: 14:07
Formaður leitar eftir afbrigðum vegna Nordregio Forum, samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. Sameining sveitarfélaga
Seyðisfjarðarkaupstaður hefur hlutfallslega styrkt menningarmál myndarlega. Nefndin hvetur til þess að nýtt sveitarfélag geri enn betur og styðji ríkulega við þá mikilvægu atvinnugrein sem menning er. Mikilvægt er að þau störf og sú þekking sem skapast hefur síðustu áratugi haldi áfram að dafna á eigin forsendum.
2. 125 ára afmæli Seyðisfjarðarkaupstaðar
Ferða- og menningarnefnd leggur til að sett verði starfshópur sem sjái um hugmyndavinnu, skipulagning og framkvæmd. Nefndin leggur til að bæjarráð tilnefni þrjá aðila í hópinn sem fyrst og gera ráð fyrir fjármagni vegna afmælisins í fjárhagsáætlunargerð. Nefndin telur heppilega dagsetningu vera Hvítasunnuhelgina 2020.
3. Sóknaráætlun Austurlands
Nefndin leggur til að bæjarráð sendi inn umsögn vegna Sóknaráætlunar og leggur til eftirfarandi breytingar:
Mikilvægt er að efla menningu sem atvinnugrein með sjálfbærni að leiðarljósi. Styrkja þarf menningarhátíðir og stofnanir til lengri tíma með samningum og auknu fjármagni.
Gera ætti heildstæða úttekt á menningu og menningarstarfsemi sem atvinnugrein. Mikilvægt er að hagtölur séu til staðar fyrir þessa atvinnugrein.
4. Upplýsingamiðstöð og tjaldsvæði– endurbætur
Nefndin leggur til að efnt verði til samkeppni vegna útveggja og útisvæðis við Upplýsingamiðstöðvar og tjaldsvæði í samvinnu við Seyðisfjarðarhöfn og -kaupstað.
5. Nýtt bókasafnskerfi
Lagt fram til kynningar.
6. Upplýsingaskilti við Neðri Staf
Lagt fram til kynningar.
7. Erindi vegna veitingasölu
Nefndin tekur vel í erindið og beinir því áfram til Umhverfisnefndar og Hafnarmálaráðs.
8. Undirbúningur vegna samráðsfundar hagsmunaaðila í blandaðri byggð
Nefndinni hefur ekki borist formlegt erindi vegna málsins, þrátt fyrir bókun bæjarráðs frá 10.júlí 2019. Nefndin telur sig ekki hafa umboð til þess að hefja undirbúning skipulagningar fundarins og kallar eftir nánari upplýsingum um málið.
9. Nordregio Forum ráðstefna
Lagt fram til kynningar. Nefndin leggur til að atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi sæki ráðstefnuna sé þess kostur.
Fundi slitið: 16:00.