Ferða- og menningarnefnd 05.12.16

Ferða- og menningarnefnd

Boðað var til fundar mánudaginn 5. desember kl. 14:00 í fundarsal bæjarskrifstofu Seyðisfjarðarkaupstaðar, Hafnargötu 44.

Mætt: Hjalti Bergsson, Arnbjörg Sveinsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Davíð Kristinsson, Tinna Guðmundsdóttir sem ritaði fundargerð og Jónína Brá Árnadóttir.

Dagskrá

1. Markaðsstarf
a) Birtingaráætlun um Áfangastaðinn Austurland. Lagt fram til kynningar. Nefndin samþykkir þátttöku.
b) Áherslur í markaðsstarfi 2017. Jóna fer yfir áherslu í markaðsstarfi, nefndin ákveður að fjalla nánar um málið á næsta fundi.

2. Samstarfssamningur Meet the Locals. Nefndin ákveður vegna breyttrar áherslu í markaðssetningu að afþakka þátttöku.

3. Flutningur bókasafns. Máli frestað.

4. Veraldarvinir. Nefndin leggur til athuga hvort hægt sé að nýta mannskapinn til að hreinsa strandlínuna og vísar til bæjarverkstjóra.  

5. Fundargerð frá Héraðsskjalasafni Austfirðinga. Lagt fram til kynningar.

6. Menningarhús á Fljótsdalshéraði. Nefndin óskar Fljótsdalshéraði góðs gengið í væntanlegu uppbyggingarstarfi.

7. Næsti fundur, mánudagurinn 9. janúar 2017.

Fundi slitið: 15:25.