Ferða- og menningarnefnd 08.06.20

Ferða- og menningarnefnd

Boðað var til fundar ferða- og menningarnefndar mánudaginn 8.júní 2020 kl. 14:00 í fundarsal bæjarskrifstofu

 

Mætt á fundinn:

Tinna Guðmundsdóttir, formaður L-lista

Oddný Björk Daníelsdóttir, varaformaður D-Lista í gegnum fjarfundarkerfið zoom

Sesselja Hlín Jónasardóttir, frá ferðaþjónustu

Arnbjörg Sveinsdóttir frá menningargeira

Jónína Brá Árnadóttir sem starfar með nefndinni

 

Boðuð forföll
Hjalti Þór Bergsson, áheyrnafulltrúi B-lista

 

Fundur hófst kl. 14:10.

 

Dagskrá:

1. BRAS

Kynningarbréf vegna BRAS. Lagt fram til kynningar. Nefndin tekur vel í erindið og telur þetta verið kjörið tækifæri til að efla menningarlíf yfir Austfirsk börn. Nefndin hvetur allar menningarstofnaðir í bænum til að taka þátt.

Nefndin leggur til að bæjarráð styðji við þátttöku Skaftfells í BRAS um 150.000 kr. og hvetur Skaftfell til samstarfs við aðrar menningarstofnanir.

 

2. Viðburðir

a. 17. júní. Dansskóli Austurlands hefur undirbúið dansatriði víðsvegar um bæinn og Skaftfell opnar sýningu.

Nefndin leggur til að dagurinn verði haldin hátíðlegur en sleppt verði fallbyssuskot og skrúðgöngu. Huginn mun sjá um að útfæra dagskránna nánar, samanber samningi, og hafi til hliðsjónar við Covid 19 takmarkarnir.

b. Bláa kirkjan verður á sínum stað, með örlítið minni dagskrá.

Afmælishátíðinni hefur verið frestað fram að júlí og verður dreift yfir nokkrar daga.

d. LungA og Smiðjuhátíðin munu í samstarfi vera með dagskrá 18.- 26. júlí.

 

3. Markaðs- og kynningarmál

a. Göngu- og afþreyingarkort. Drög lögð fram til kynningar.

b. Birtingarlisti RÚV. Lagt fram til kynningar.

 

4. Starfsemi menningarstofnana í sumar

a. Tækniminjasafnið hefur opnað og verður opið frá kl. 11-17 um helgar. Hægt verður að skoða safnið um virka daga gegn samkomulagi. Skaftfell opnar 17. júní og verður opið amk mið-sun.

Nefndinni þykir miður að sjá að minni opnunartíma en síðustu sumur en vonar að það finnist leiðir til að auka opnunartíma, amk í júlí.

b. Herðurbreið verður opið og með viðburði yfir sumarið og sömuleiðis Bókasafnið.

 

Fundi slitið kl.  15:38.