Ferða- og menningarnefnd 08.10.18
Fundargerð Ferða og menningarnefndar 08.10.2018
Mánudaginn 8. október 2018 kom Ferða- og menningarnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar í fundarsal Íþróttamiðstöðvar. Hófst fundurinn klukkan 16:15
Fundinn sátu:
Arna Magnúsdóttir, formaður L-lista,
Sigfríð Hallgrímsdóttir, D-lista í fjarveru Oddnýjar B. Daníelsdóttur
Snædís Róbertsdóttir, áheyrnafulltrúi B-lista í fjarveru Hjalta Þórs Bergssonar
Tinna Guðmundsdóttir frá ferðaþjónustuaðilum í fjarveru Sesselju H. Jónasardóttur
Davíð Kristinsson frá ferðaþjónustuaðilum
Arnbjörg Sveinsdóttir frá menningargeira.
Dagný Erla Ómarsdóttir atvinnu- og menningarfulltrúi
Fundargerð ritaði Dagný Erla Ómarsdóttir
Tinna Guðmundsdóttir óskar eftir afbrigðum og er samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. Starfsáætlanir
I. Tjaldsvæði
II. Upplýsingamiðstöð
Filippo Trivero umsjónarmaður Upplýsingamiðstöðvar og tjaldsvæðis mætti og kynnti fyrir starfssemi þessa tveggja stofnana, fór yfir starfsemina í sumar og áhersluatriði um það sem þarf að betrumbæta.
Ferða- og menningarnefnd gerir ekki athugasemdir við starfsáætlanirnar en tekur undir áhersluatriðinn í þeim.
III. Seyðisfjarðarkirkja
Dagný fór yfir starfsemina í sumar, umræður um aukinn launakostnað, viðhald og tekjur.
Ferða- og menningarnefnd leggur til að skoða fýsileika og lögmæti þess að taka gjald af kirkjugestum.
2. Erindisbréf
Bókun fulltrúa menningarmála, Arnbjargar Sveinsdóttur, um erindisbréf ferða- og menningarnefndar
Sem fulltrúi menningarmála í ferða- og menningarnefnd er það tillaga fulltrúa menningarmála með hagsmuni menningarmála fyrir augum að erindisbréf ferða- og menningarnefndar verði óbreytt. Það á einnig við um Samþykkt um stjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar 46.gr. B. 5 tl. um Ferða- og menningarnefnd.
Menningarmál í Seyðisfjarðarkaupstað eru fyrir löngu orðin atvinnugrein þar sem töluverður fjöldi fólks hefur atvinnu sína með einum eða öðrum hætti af menningartengdri starfsemi. Menningarmál, ferðamál og önnur atvinnustarfsemi eru því samkynja í því samhengi og eiga því meira sameiginlegt, heldur en önnur afþreyingarmál s.s. íþróttamál. Menningarstarfsemi í bænum er öflug miðað við önnur sveitarfélög og hefur verið þróuð sem einn angi atvinnustarfsemi í langan tíma.
Allt frá aldamótum þegar gerður var menningarsamningur við ríkið fyrir Austurland og samningur um menningarmistöðvar s.s. Skaftfell, hefur það verið áherslumál að menning væri atvinnugrein. Í menningarstefnum síðan hefur verið lögð áhersla á þessa nálgun. Einnig er rétt að benda á þær áherslur sem liggja að baki Uppbyggingarsjóðs Austurlands, en tilgangur sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni sem falla að sóknaráætlun Austurlands. Þar eru áherslur á að tengja alla þessa þætti saman.
Umræður um fyrirhugaðar breytingar, kostir og gallar viðraðir og formaður fylgir málinu eftir.
3. Fjárhagsáætlun Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2019
Ferða- og menningarnefnd óskar eftir því að ramminn verði stækkaður sem nemur auknu framlagi til Héraðsskjalsafns Austurlands.
4. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða
Dagný segir frá því að stefnt er að því að vinna með Ólafi Péturssyni og gera úttekt á gönguslóðum og vinna að viðhaldsverkefni sem verður sent inn til Framkvæmdasjóðsins.
5. Fjárhagsáætlun 2019
Nefndin leggur til að bæjarráð fari sérstaklega yfir fjármál Skaftfells með endurnýjun samnings, sem rennur út árið 2019, í huga.
6. Markaðssetning Seyðisfjarðar- Tilboð
Dagný kynnir fyrir nefndinni tilboð frá Ingva Þorsteinssyni um að gera kynningarmyndband fyrir Seyðisfjörð. Dagný fylgir málinu eftir.
7. Afbrigði – Menningarstefna Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Ferða- og menningarnefnd tekur vel í erindið og formaður fylgir málinu eftir.
8. Næsti fundur.
12. nóvember 2018 k. 16.15.
Fundi slitið kl. 18:55.