Ferða- og menningarnefnd 09.04.18

Fundargerð í ferða- og menningarnefnd

Fundur var haldinn mánudaginn 9. apríl 2018 kl. 16:00  á Bæjarskrifstofunni, Hafnargötu 44.

Mætt: Ólafía María Gísladóttir í fjarveru Sigrúnar Ólafsdóttur, Arnbjörg Sveinsdóttir, Davíð Kristinsson,Tinna Guðmundsdóttir sem ritar fundargerð og Dagný Erla Ómarsdóttir, sem starfar með nefnd.

Boðuð forföll: Sigrún Ólafsdóttir

 

Dagskrá:

1. Tilkynning. Jónína Brá er komin í veikindaorlof, fram að fæðingarorlofi, og Dagný Erla mun leysa hana af. Ferða- og menningarmálanefnd þakkar Jónínu vinnu sínu í vetur og óskar henni góðs gengis á komandi misseri.

2. Dagskrá vorfundar. Rætt um innihald dagskrár og tímaramma. Ákveðið að halda vorfundinn 24. apríl í Herðubreið. Dagný mun halda áfram að fínpússa og þróa.

3. Stefnumótun.

a. Ferðamálastefna: Mikið rætt var um ólíkar forsendur í dag, miðað við 2012 þegar stefnan var upphaflega unninn.

b. Menningarstefna: Dagný greindi frá niðurstöðum frá fundum með menningargeiranum

c. Báðar stefnurnar voru ræddar ítarlega og ýmsir punktar komu fram sem munu nýtast fyrir bráðabirgðaskýrslu sem Dagný er að vinna fyrir bæjarstjórn.

4. Næsti fundur.  Næsti fundur var ákveðið mánudaginn 7. maí.

 

Fundi slitið 17:40.