Ferða- og menningarnefnd 10.02.20
Fundur ferða- og menningarnefndar 10. febrúar 2020
Boðað var til fundar ferða- og menningarnefndar fimmtudaginn 10.febrúar 2020 klukkan 16:00 í fundarsal bæjarskrifstofu.
Mætt:
Tinna Guðmundsdóttir formaður
Oddný Björk Daníelsdóttir varaformaður
Bóas Eðvaldsson frá ferðaþjónustu
Arnbjörg Sveinsdóttir frá menningargeira
Benedikta Guðrún Svavarsdóttir frá ferðaþjónustu, í fjarveru Sesselju Hlínar Jónasardóttur
Hjalti Þór Bergsson áheyrnafulltrúi
Jónína Brá Árnadóttir, atvinnu-, menningar og íþróttafulltrúi
Fundur hófst kl. 16:03.
Dagskrá:
1. Samningur Seyðisfjarðarkaupstaðar, SSA og Skaftfells
Lagt fram til kynningar og orðalagsbreytingar gerðar sem AMÍ fulltrúi kemur á framfæri til samningsaðila.
„Nefndin leggur til við bæjarstjórn að gerður verði viðauki vegna hækkunar samnings, úr 4 milljónum í 5 milljónir.“
2. Erindi frá bæjarráði
Nefndin leggur til að í ljósi sameiningar sveitarfélaga verði samstarf við LungA endurskoðað með tilliti til jafnræðis gagnvart öðrum menningartengdum verkefnum og styrkur vegna hátíðarinnar hækkaður sem nemur kostnaði við bókhaldsþjónustu. Nefndin telur að slíkt fyrirkomulag geti hagnast báðum aðilum og leggur jafnframt áherslu á mikilvægi þess að nýtt sveitarfélag styðji áfram við hátíðina og geri með sér samning um samstarf og stuðning.
3. Vorfundur ferðaþjónustunnar
Umræður um fyrirkomulag vorfundar. Nefndin skipuleggur vettvangsferð sem ferðaþjónustuaðilar munu geta bókað sig í. Vettvangsferðin verður farin 4.maí 2020 og mun AMÍ fulltrúi ásamt formanni nefndar skipuleggja ferðina.
4. Sameining sveitarfélaga
Nefndin leggur til að í nýju sveitarfélagi verði sérstaklega hlúð að menningarstarfsemi á Seyðisfirði og gerðir verði samningar við stofnanir og viðburði sem eru samningslausir.
Mikilvægt er að grasrótarstarf og sjálfstæð verkefni fái áfram góðan stuðning í nýju sveitarfélagi og tryggðir verði samningar til 3-5 ára, hið minnsta.
Stofnanir og hátíðir sem fest hafa sig í sessi í seyðfirsku menningarlífi eru flestar fjársveltar og mikilvægt er að tryggja rekstrargrundvöll þeirra.
Nefndin telur það mjög mikilvægt að menningarfulltrúi verði starfandi áfram á Seyðisfirði.
Fundi slitið klukkan 17:24.