Ferða- og menningarnefnd 12.03.18

Fundargerð í ferða- og menningarnefnd

Fundur var haldinn mánudaginn 12. mars 2018 kl. 16:00  á Bæjarskrifstofunni, Hafnargötu 44.

Mætt: Margrét Guðjónsdóttir í fjarveru Arnbjargar Sveinsdóttur, Davíð Kristinsson, Sigrún Ólafsdóttir, Tinna Guðmundsdóttir sem ritar fundargerð og Jónína Brá Árnadóttir, sem starfar með nefnd.

Boðuð forföll: Arnbjörg Sveinsdóttir og Hjalti Bergsson

 

Dagskrá

1. Markaðssetning Seyðisfjarðarkaupstaðar: Kynningarefni fyrir Visitseydisfjordur verður með sama sniði og í fyrra. Í haust er stefnt á uppfærslu korts og bæklings en jafnframt er stefnt að því að útbúa samsvarandi efni tengt vetrarferðamennsku.
Samþykkt að nýta fjármagn vegna kynningarmála í stafræna markaðssetningu.

2. Bæjarskilti: Drög að bæjarkorti kynnt, umræður og ábendingar. Áfram í vinnslu.

 

3. Vorfundur ferðaþjónustunnar: Farið yfir drög að dagskrá fundarins. Ákveðið að hafa fundinn þriðjudaginn 24. apríl kl. 13, staðsetning auglýst síðar.

 

4. Menningarfundur við menntamálaráðuneyti: Lagt fram til kynningar.

 

5. Sumarstörf í tengslum við Vinnumálastofnun: Erindi frá bæjarráði, 23.02.18, lagt fram til kynningar. Til eru tillögur fyrir Tækniminjasafnið, Miðstöð Menningarfræða og Seyðisfjarðarkaupstað, umboðsmann umhverfis. Skaftfell mun einnig senda inn tillögu af starfi.

 

6.    Upplýsingamiðstöð Seyðisfjarðar: Erindi frá bæjarráði, 07.03.18, lagt fram til kynningar. Búið er að ganga frá ráðningu á heilsársstarfsmanni. Einnig er búið að ráða á tjaldsvæði og aukastarfsmann á Upplýsingamiðstöð. Ekki er búið að ganga frá samningi við Ferðmálastofu fyrir rekstri en það er í ferli.

 

7. Landsáætlun og verkefnaáætlun um innviði: Erindi frá bæjarráði, 07.03.18, lagt fram til kynningar. Jónína hefur leitað eftir upplýsingum þar sem verkefni sem áður höfðu verið inni á drögum eru dottinn út. Nefndin telur t.d. að Skálanes eigi fullt erindi á verkefnaáætlunina, bæði hvað varðar verndun, öryggismál og aðgengi.

 

8. Bókasafn Seyðisfjarðar: Forstöðumaður bókasafns hefur sagt upp störfum, frá og með 1. mars. Ferða- og menningarmálanefnd þakkar Sólveigu Sigurðardóttur kærlega fyrir óeigingjarnt starf í þágu menningar- og þekkingarmiðlunar á Seyðisfirði.

 

9. Næsti fundur
Næsti fundur áætlaður 9. apríl klukkan 16:00

 

Tinna vék af fundi kl. 16:30-17:20

Fundi slitið 18:40.