Ferða- og menningarnefnd 12.06.17

Ferða- og menningarnefnd 

Fundur haldinn í ferða- og menningarnefnd mánudaginn mánudaginn 12.júní 2017 kl. 13:00 á Bæjarskrifstofunni, Hafnargötu 44.

Mætt: Hjalti Bergsson, Arnbjörg Sveinsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Davíð Kristinsson, Þórunn Eymundardóttir, í fjarveru Tinnu Guðmundsdóttur, og Dagný Erla Ómarsdóttir sem ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

1. Tilnefning til menningarverðlauna SSA 2017.

Nefndin tilnefnir menningarmiðstöðina Skaftfell og felur AMÍ að senda inn tilnefningu ásamt greinargerð.

 

2. Tilnefning í stjórn Skaftfells.

Nefndin tilnefnir Svövu Lárusdóttur sem aðalmann og Vilhjálm Jónsson sem varamann.

 

3. Tilnefning í stjórn Tækniminjasafnsins.

Nefndin tilnefnir Þórunni Eymundardóttur.

 

4. Skilti á Seyðisfirði, tillaga Áfangastaðarins.

Nefndin lýsir ánægju sinni með tillöguna. Nefndin leggur til að skoða hvort hægt sé að nota sama kort af Seyðisfirði og er á Visit Seyðisfjörður bæjarkortinu. Nefndin hvetur enn fremur að skiltamál bæjarins verði skoðuð.  

 

5. Göngukortið.

Nefndin lýsir mikilli ánægju með kortið en mælir með að lokavinnslan verði sett í hendurnar á grafískum hönnuði.

 

6. Drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns.

Lagt fram til kynningar.

 

7. Undirbúningur fyrir fjárhagsáætlun 2018.

Nefndin skoðar fjárhagsáætlun en óskar eftir frekari upplýsingum og að bæjarstjóri mæti á næsta fund.

 

Fundi slitið 15:15.