Ferða- og menningarnefnd 13.05.19

Fundur Ferða- og menningarnefndar 13. maí 2019 

Fundur var haldinn í Ferða- og menningarnefnd mánudaginn 13. maí 2019 í fundarsal Íþróttamiðstöðvar. Hófst fundurinn klukkan 15:00.

Mætt á fundinn

Tinna Guðmundsdóttir, formaður L-lista

Oddný Björk Daníelsdóttir, varaformaður D-Lista

Bóas Eðvaldsson frá ferðaþjónustu

Sesselja Hlín Jónasardóttir, frá ferðaþjónustu

Hjalti Þór Bergsson, áheyrnafulltrúi B-lista

Dagný Erla Ómarsdóttir, atvinnu-, menningar og íþróttafulltrúi sem ritar fundargerð.

 

Dagskrá:

  1. Vorfundur 2019. Greinargerð kynnt. Nefndin lýsir ánægju sinni með fundinn og vill halda þessu formi áfram á næsta ári. Stefnt að haustfundi í september 2019.
  2. Skiltamál. AMÍ fulltrúi kynnir lokaútgáfu af upplýsingaskilti við Vesturveg. Málið á lokastigi og stefnt að því að setja upp nýtt skilti í sumar.
  3. Samfélagsmiðlar – átak meðal ferðaþjónustuaðila. Nefndin hvetur til þess að loka youtube-síðunni „VisitSeyðisfjörður“ sem hefur ekki verið uppfærð í áraraðir. Nefndin telur tímabært að endurskoða samfélagsmiðla kaupstaðarins og leggur til að það verði gerð markaðsáætlun fyrir Seyðisfjarðarkaupstað.
  4. Framkvæmdir á Seyðisfirði.  Dagný fer yfir stöðuna á þeim verkefnum sem hlutu styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða síðustu ár, Áningastaður við Neðri-Staf, Göngustígur að Búðarárfossi og Austdalur – Skálanes. Framkvæmdir ganga vel og stefnt er að því að klára verkefnin á þessu ári.

 

Ásýnd og almennt aðgengi í bænum er mjög mikilvægt fyrir ferðaþjónustugeirann sem og heimamenn og beinir nefndin því til bæjarráðs að fara í gagngerar endurbætur á gangstéttum.

Rætt var um aðkomu í bæinn og upplifun vegfarenda sem er ekki til fyrirmyndar og telur nefndin að leita þurfi leiða til að bæta ástandið.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 16:47.