Ferða- og menningarnefnd 14.08.17

Ferða- og menningarnefnd 

Boðað var  til fundar mánudaginn 14. ágúst 2017 kl. 13:00 í á Bæjarskrifstofunni, Hafnargötu 44.

Mætt: Hjalti Bergsson, Davíð Kristinsson, Tinna Guðmundsdóttir sem ritaði fundargerð, Ólafía María Gísladóttir og Dagný Erla Ómarsdóttir. Sigrún Ólafsdóttir boðaði forföll.

Dagskrá:

1 Fjárhagsáætlun 2018. Rætt um að endurskoða þurfi framlag til menningarmála. Það vantar að gera ráð fyrir List í ljósi, Sjómannadeginum, Hafnargarðinum og Söguritun. Einnig hefur verið sama framlag til Skaftfells í 10 ár og lítil hækkun til Tækniminjasafnsins. Nefndin vill halda áfram að ræða málin og helst finna leiðir til að ráðstafa styrkjum til minni verkefna yfir árið.

2. Bókasafnið. Afrit af fornbókmenntum. Nefndin leggur til að fá álit fagaðila, t.d. Árnastofnun og/eða Tækniminjasafninu, og ræða aftur á næsta fundi.

3. Héraðsskjalasafnið. Fundargerðir og drög að fjárhagsáætlun. Lagt fram til kynningar.

4. Nýja göngukortið. Glæsilegt kort og nefndin er mjög ánægð með útkomuna. Rætt um hvaða afleiðingar aukið aðgengi hefur á göngustíga og hvort gera þurfi ráð fyrir kostnaði í fjárhagsáætlun vegna viðhalds stíga.

5. Nýtt upplýsingaskilti. Mikið gleðiefni en nokkur atriði sem má endurskoða: stækka stafina, sleppa myndunum, bæta við salernum og hraðbanka. Einnig mætti setja á fleiri staði í bænum í öðrum útfærslum.

Fleira ekki rætt og fundi slitið 14: 30.