Ferða- og menningarnefnd 18.05.20
Fundur ferða- og menningarnefndar 18.maí 2020
Boðað var til fundar ferða- og menningarnefndar mánudaginn 18.maí 2020 klukkan 14:00 í fundarsal bæjarskrifstofu.
Mætt:
Tinna Guðmundsdóttir formaður
Oddný Björk Daníelsdóttir varaformaður
Arnbjörg Sveinsdóttir frá menningargeira
Sesselja Hlín Jónasardóttir frá ferðaþjónustu
Jónína Brá Árnadóttir, atvinnu-, menningar og íþróttafulltrúi sem starfar með nefndinni
Boðuð forföll:
Hjalti Þór Bergsson áheyrnafulltrúi
Fundur hófst kl. 14:03
Fundagerð:
Formaður óskar eftir afbrigðum við dagskrá vegna afsagnar aðalmanns úr nefndinni. Nefndin samþykkir samhljóða og fundarlið bætt við sem 6.lið á dagskrá.
1. Markaðs- og kynningarátak
Farið yfir stöðu markaðs- og kynningarátaks.
2. Ferjuhús
Lagt fram til kynningar.
3. Sumarstarfsemi
Farið yfir sumarstarfsemi Seyðisfjarðarkaupstaðar.
4. Viðburðir
Nefndin leggur til að Sjómannadagurinn verði ekki haldinn með formlegu móti í ár. Aðrir viðburðir skulu skoðaðir þegar nær dregur í ljósi aðstæðna og covid-19.
5. Húsasagan
Nefndin fagnar framgöngu mála og hlakkar til útgáfu bókarinnar og hvetur sem flesta til þess að tryggja sér eintak.
6. Afsögn úr nefnd
Bóas Eðvaldsson hefur formlega sagt sig úr nefndinni með bréfi. „Nefndin óskar eftir því að bæjarstjórn skipi nýjan aðalmann“.
Fundi slitið kl. 15:38