Ferða- og menningarnefnd 19.11.18

Fundargerð Ferða og menningarnefndar 19.11.2018

Mánudaginn 19. nóvember 2018 kom ferða- og menningarnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar í fundarsal bæjarskrifstofunnar. Hófst fundurinn klukkan 16:15

 

Fundinn sátu:

Tinna Guðmundsdóttir, formaður L-lista,

Oddný Björk Daníelsdóttir, varaformaður D-lista,

Sesselja Hlín Jónasdóttir frá ferðaþjónustuaðilum,

Davíð Kristinsson frá ferðaþjónustuaðilum,

Arnbjörg Sveinsdóttir frá menningargeira,

Dagný Erla Ómarsdóttir atvinnu- og menningarfulltrúi,

Hjalti Bergsson boðaði forföll.

 

Fundargerð ritaði Sesselja Hlín Jónasdóttir.

 

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun

Lagt fram til kynningar. Nefndin hefur áður farið yfir áætlanirnar og bókað frá 10.sept 2018 og 08. okt 2018

 

2. Erindisbréf.

Lagt fram til kynningar. Dagný upplýsir nefndarmenn um að íþróttamál verða ekki tekin úr velferðarnefnd og þar af leiðandi ólíklegt að menning og íþróttir séu sameinaðar í einni nefnd.

 

3. Birtingaráætlun Austurbrúar og markaðssetning Seyðisfjarðarkaupstaðar 2019.

Lagt fram til kynningar.Nefndin samþykkir að taka þátt í samstarfi við Austurbrú að því gefnu að birtingaráætlun verði fullunnin.

Umræður um að meiri áhersla megi vera á að kynna menningu í fjórðungnum og ígrundað hvort hægt sé að óska eftir samstarfi við Austurbrú til að efla markaðstarf í kringum menningarlíf Seyðisfjarðar.

Dagný kynnir hugmyndir varðandi markaðssetningu fyrir Seyðisfjarðarkaupstað 2019. Vinna þarf þessar hugmyndir nánar. Unnið verður með Ingva Erni Þorsteinssyni við uppfærslu á vefsíðunni visitseydisfjordur.is í vetur.

 

4. Fundargerðir Skaftfells og ársskýrslur.

Lagt fram til kynningar.

 

Nefndin óskar eftir því að fundagerðir séu kynntar um leið og þær eru gerðar. Tinna greinir frá því að stjórn Skaftfells hafi óskað eftir því að forstöðumaður kynni fundargerðirnar og þá er erfitt að fylgja því eftir jafnóðum.Tinna kynnir fundargerðir stjórnar Skaftfells fyrir 2016 og 2017, ásamt ársskýrslum og ársreikningum.

 

5. Fundargerð stjórnarfundar Tækniminjasafnsins 21.10.16

Lagt fram til kynningar.

Stefnt er að því að boða forstöðumann á fund með nefndinni til þess að kynna fundagerð og ársreikninga þessa árs.

 

6. Vetrarfundur ferðaþjónustunnar

Stefnt að því að fyrsti vetrafundur menningar og ferðaþjónustu verði haldinn fyrstu vikuna í desember.

 

7. Upplýsingaskilti við Neðri-Staf, kynning og hugmyndir.

Dagný sýnir drög að skilti. Umræður um hverju megi bæta við t.d. gönguleiðum og upplýsingum um jarðfræði. Stefnt er á að setja skiltið upp næsta vor.

 

8. Víknaslóðir – mögulegt samstarf.

Frestað til næsta fundar.

 

9. Næsti fundur

Næsti fundur haldinn fyrir vetrarfundinn (í fyrstu vikunni í desember)

 

Fundi slitið kl. 18:15.