Ferða- og menningarnefnd 31.05.18

Fundur í ferða- og menningarnefnd

Boðað var til fundar fimmtudaginn 31. maí 2018 kl. 14:00  á Bæjarskrifstofunni, Hafnargötu 44.

Mætt: Hjalti Bergsson, Davíð Kristinsson, Sigrún Ólafsdóttir, Tinna Guðmundsdóttir sem ritaði fundargerð og Dagný Erla Ómarsdóttir, sem starfar með nefnd. Arnbjörg Sveinsdóttir boðaði forföll.

 

Dagskrá:

1. Vorfundur ferðaþjónustunnar

Dagný leggur fram greinargerð. Fundurinn gekk vel og var vel sóttur. Kynnt var mjög góð samantekt um ferðaþjónustuna á Seyðisfirði, unnin af Elfu Hlín Pétursdóttur og fleiri voru með framsögu. Nefndin er mjög ánægð með formið á þessum fundum en telur að framvegis mætti þessi vettvangur vera nýttur til að fá endurgjöf frá fundargestum varðandi hver séu brýnustu málefni tengt ferðaþjónustunni og þau sett í starfáætlun nefndarinnar.

 

2. 70 ár afmæli sundhallarinnar

Haldið verður upp á afmæli sundhallarinnar í lok ágúst.

 

3. Skiltamál

Dagný leggur fram nýju skiltin og nefndin setur fram nokkrar athugasemdir varðandi innihald og útlit. Dagný mun fínpússa með hönnuðinum.

 

4. Foss á brú

Nefndin les yfir bókun í fundargerð 1733 fundar bæjarstjórnar Seyðisfjarðar, frá 11. apríl 2018, lið 9 í 2425. Nefndin bendir bæjarstjórn á verklagsreglur fyrir varanleg útilistaverk sem voru samþykkt af bæjarstjórn 18. febrúar 2015 og eru aðgengileg á vefsíðu kaupstaðarins: https://www.sfk.is/static/files/skjol/PDF/samthykktir/stjornsysla/verklagsreglur_utilistaverk_sey_180215.pdf

 

5. Til kynningar:

Fundargerðir frá Héraðsskjalasafni Austfirðinga frá 26. feb. og 23. apr. 2018.

El Grillo félagið. Dagný segir frá fundi sem hún átti með meðlimum í El Grillo félaginu varðandi fyrihugaða sýningu, með munum og ljósmyndum, á næsta ári í tilefni að liðin verða 75 ár frá því olíuskipinu var sökkt.

Bréf frá afmælisnefndar Fullveldi Íslands, dagsett maí 2018.

Bréf frá Umhverfisstofnun, dagsett  18. maí 2018.

 

Fleira ekki rætt.

Fundi slitið 15:50.