Formlega orðið Múlaþing
15.10.2020
Samþykkt samhljóða
Nafnið Múlaþing var í gær, 14. október, formlega staðfest sem nafn á sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Nafnið var samþykkt samhljóða í annarri umræðu á sveitarstjórnarfundi sem fram fór í Valaskjálf og var streymt beint út á netinu.