Frá Gönguklúbbnum

Hálkuvörn á brýr
Mynd Gunnar Sverrisson
Mynd Gunnar Sverrisson

Félagar í Gönguklúbbi Seyðisfjarðar hafa nú sett hálkuvörn á göngubrýrnar yfir Ytri-Hádegisá. Brýrnar geta orðið hálar þegar timburdekkið er blautt eða hélað eins og verður oft. Þeir vilja gera þessa tilraun og óska gjarnan eftir að þeir sem fara þessa gönguleið í haust og vetur láti Gunnar eða Borgþór vita hvernig hálkuvörnin kemur út við mismunandi skilyrði. Ef vel tekst til verða settar svona hálkuvarnir á fleiri brýr, annars verða aðrar leiðir fundnar.