Fræðslunefnd 22.03.16

FræðslunefndSeyðisfjarðar

3. fundur 

Þriðjudaginn 22.mars. 2016 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðar saman á skrifstofu   kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Hófst fundur 16:15

Mættir voru á fundinn: Íris Dröfn Árnadóttir formaður, Örvar Jóhannsson, Hildur Þórisdóttir og Bára M. Jónsdóttir í stað Guðjóns Egilssonar. Þórunn Hrund Óladóttir aðstoðarskólastjóri. Jóhanna Thorsteinsson leikskólastjóri, Ásta Guðrún Birgisdóttir aðstoðarskólastjóri, Ingvi Ö. Þorsteinsson fulltrúi foreldra. Sigurbjörg Kristínardóttir  tónlistaskólastjóri og Inga Þorvaldsdóttir sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Leikskólinn, Grunnskólinn, Tónlistarskólinn 16:15

1.1  Endurskoðun skólastefnu

Umræða  um skólastefnuna og framkvæmd hennar. Fólk almennt jákvætt með greingerð stýrihóps skólastefnunnar en rætt um að vanda þurfi vel til verka. Þörf er á að kláruð verði vinna við aðgerða/framkvæmda- og tímaáætlun til að áframhald geti orðið á vinnu við innleiðingu stefnunnar.

Hér viku af fundi, Þórunn Hrund Óladóttir, Ásta Guðrún Birgisdóttir, Ingvi Ö. Þorsteinsson, og Sigurbjörg Kristínardóttir

Fræðslunefnd og stýrihópur á vegum nefndarinnar hefur haft til umfjöllunar í rúmt ár endurskoðun skólastefnu Seyðisfjarðarkaupsstaðar. Stýrihópurinn skilaði greinagerð dags. 5. febrúar s.l. um tillögur sínar að skólastefnu kaupstaðarins. Nefndin vill þakka stýrihópnum fyrir metnaðarfulla greinagerð og vel unnin störf. Kallað var eftir umsögnum starfsfólks skólanna, foreldrafélaga og foreldra og hafa athugasemdir og tillögur borist nefndinni.

 „Fræðslunefnd leggur fyrir stýrihópinn að halda áfram vinnu við aðgerðaráætlun þegar að ákvörðun hefur verið tekin af bæjaryfirvöldum um stefnu skólans“

„Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar að stefnt verði að framtíðarskipulagi í fræðslumálum samkvæmt tillögum stýrihóps um endurskoðun skólastefnu. Nauðsynlegt er að gerð verði kostnaðar- og aðgerðaáætlun við innleiðingu stefnunnar. Nánari hugmyndir nefndarinnar um tillögur að útfærslum og framkvæmd má sjá í fylgiskjali nr. 1“

2. Erindi sem borist hafa

2.1  Frumvarpsdrög til kynningar á vef ráðuneytis Kynnt

2.2  Reglugerð um stofnun og starf fagráða til umsagna  Kynnt

2.3  Fundagerð framkv.stj.SKA   Kynnt

2.4  Bæjarráð 1.mars  Kynnt

2.5   PMTO meðferðamenntun 2016  Kynnt

2.6  Lokahátíðir Stóru upplestrarkeppninnar Kynnt

 

Fundi slitið kl. 18:21.