Fræðslunefnd 23.08.16

FræðslunefndSeyðisfjarðar 6. fundur 2016

Þriðjudaginn 23.ágúst. 2016 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðar saman í íþróttahúsi kaupstaðarins (efri hæð). Hófst fundur 16:15

Mættir voru á fundinn: Íris Dröfn Árnadóttir formaður, Örvar Jóhannsson, Hildur Þórisdóttir, Guðjón Egilsson og Ívar Björnsson. Svandís Egilsdóttir skólastjóri Jóhanna Gísladóttir deildarstjóri grunnskóladeildar. Þorkell Helgason fulltrúi kennara og Diljá Jónsdóttir fulltrúi foreldra. Ásta Guðrún Birgisdóttir deildarstjóri leikskóladeildar, Arna Magnúsdóttir fulltrúi starfsmanna og  Ingvi Ö. Þorsteinsson fulltrúi foreldra. Sigurbjörg Kristínardóttir  deildarstjóri listadeildar og Inga Þorvaldsdóttir sem ritaði fundargerð.

Fundagerð færð í tölvu

 

Dagskrá:

1. Sameining skóladeilda

Skólastjóri og deildarstjórar fóru yfir sameiningarferlið og stöðu skólanna. Áframhaldandi vinna verður í vetur í þeirri þróun. Ekki hefur tekist að manna allar stöður hjá grunnskóladeildinni og listadeildinni og er verið að auglýsa eftir  starfsmönnum. Vetrastarfið rætt og verður m.a. endurvakinn barnakór, danskennsla og allskonar spennandi hlutir á stefnuskrá.

Deildarstjóri leikskóladeildar gerir athugasemd við skipurit sem bæjarstjórn samþykkti í mars s.l..

„Fræðslunefnd leggur til að bæjarráð taki til endurskoðunar skipurit Seyðisfjarðarskóla í samráði við skólastjóra, með það fyrir augum að skilgreina betur starfsheiti og starfslýsingar undirstjórnenda. Undirstjórnendur eru nú kallaðir deildarstjórar en æskilegra væri að kalla þá aðstoðarskólastjóra hverrar deildar fyrir sig.“

 

2. Fjárhags- og starfsáætlun Seyðisfjarðarskóla

2.1  Grunnskóladeild

Fyrsta umræða

2.2  Leikskóladeild

Fyrsta umræða

2.3  Listadeild

Fyrsta umræða

 

3. Erindi sem borist hafa

3.1 Erindi foreldris vegna gjaldskrár – Morgunhressing/ávaxtahressing í leikskóla. Umræður.

Í ljósi umræðna leggur fræðslunefnd til við bæjarráð að gjaldskrá leikskóladeildar Seyðisfjarðarskóla verði tekin til heildarendurskoðunar í samanburði við gjaldskrá nágrannasveitarfélaga

3.2 Fyrirspurn til skólaskrifstofa vegna grárra svæða í þjónustu ríkis og sveitarf. við börn. Kynnt.

3.3 Fyrirspurn til skólaskrifstofa vegna grárra svæða í þjónustu ríkis og sveitarf.við börn. Kynnt.

3.4 Fréttabréf SFS. Kynnt.

3.5 Fréttatilkynning – viðurkenning kennara fyrir framúrskarandi störf. Kynnt.

3.6 Könnun um stöðu kennslu í fjármálafræðslu í grunn- og framhaldsskólum. Kynnt.

3.7 Málþing 28. maí – Vandamálavæðing eða starfsþróun í skólum? Kynnt.

3.8 Bæjarstjórnarfundur 2363 – liður 2.1. Trappa ehf., Fjarþjálfun Tröppu. Umræður. Erindi Tröppu kynnt fyrir skólastjóra og deildastjóra.

3.9 Ráðstefna 20. sept. – Mat og mælingar á árangri skólastarfs: Vegur til  farsældar. Kynnt.

3.10 Skólavefritið. Kynnt.

3.11 Nýjar endurskoðaðar verklagsreglur fagráðs Eineltismála í grunnskólum. Kynnt.

3.12 Úthlutun úr endurmenntunarsjóði grunnskóla 2016. Kynnt.

3.13 Ráðstefna 17. september – „Læsi-skilningur og lestraránægja“ Kynnt.

3.14 Beiðni um upplýsingar frá SÍS Umræður. Formaður tekur að sér að svara erindinu.

3.15 Glærur frá SÍS um ráðstefnu greiningastöðva ríkisins. Kynnt.

3.16Hvatningarbréf frá Velferðarvaktinni – kostnaður vegna ritfangakaupa barna. Umræður.

„Nefndin telur þörf á að taka til skoðunar möguleika til lækkunar  á kostnaði vegna ritfangakaupa barna/foreldra. Unnið verður í samstarfi við bæjaryfirvöld“

3.17 Málþing um starfshætti í skólum  á Akureyri. Kynnt.

3.18 794. Mál til umsagna. Umræða.

„Fræðslunefnd tekur undir umsögn samband íslenskra sveitarfélaga um málið“

 

Fundi slitið kl. 19:12.