7. fundur í fræðslunefnd 24.09.19

Fundargerð 7. fundar Fræðslunefndar Seyðisfjarðar 2019

Þriðjudaginn 24. sept 2019 kom  fræðslunefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á efri hæð í  íþróttahúsi kaupstaðarins. Hófst  fundurinn kl. 16:15.

Fundinn sátu:

Ragnhildur Billa Árnadóttir formaður L-lista

Halla Dröfn Þorsteinsdóttir L-lista,

Gunnar Sveinn Rúnarsson L- lista,

Jóhanna Magnúsdóttir D-lista,

Ingvar Jóhannsson B- lista,

Mætt vegna liðar 1-2

Svandís Egilsdóttir skólastjóri. Ágústa B. Sveinsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóladeildar,

 

Inga Þorvaldsdóttir ritaði fundagerð

Fundagerð færð í tölvu.

 

Dagskrá:

1. Starfsáætlun Seyðisfjarðarskóla 2019 - 2020

Skólastjóri fór yfir starfsáætlun Seyðisfjarðarskóla. M.a rætt um uppeldisstefnuna, Uppeldi til ábyrgðar. Mikil þróun á sér stað í innra starfi í skólanum og byggir á víðtæku samtali.  Í Seyðisfjarðarskóla eru í heild 101 barn og 35 starfsmenn í mismunandi stöðuhlutföllum.  Í leikskóladeild eru skráðir 29 nemendur en í fyrsta – 10 bekk grunnskóladeildar  eru skráðir 71 nemandi. Þar fyrir utan eru 53 nemendur skráðir í tónlistanám skólaárið 2019 – 2020.

1.1. Grunnskóladeild

Skólastjóri fór yfir starfsáætlun og fylgisgögn fyrir skólarárið sem framundan er. Í áætluninni kemur fram mjög brýn þörf á viðhaldi húsnæði og búnaði skólans. „Skólastjóri ítrekar ósk sína frá fyrra starfsári að húsnæðismál skólans verði rædd í heild sinni á skólaárinu með það að markmiði að skýr heildarsýn og ákvarðanir um skólahúsnæði líti dagsins ljós. Skólastjóri telur mikilvægt og tímabært að fara taka umræðu um nýbyggingu skólahúsnæðis“

„Fræðslunefnd tekur undir orð skólastjóra og hvetur bæjarstjórn til að gera framtíðaráætlun og heildarsýn fyrir húsnæðismál Seyðisfjarðarskóla og leggur til að myndaður verður starfshópur um byggingu ný skólahúsnæðis“

1.2. Leikskóladeild

Skólastjórinn fór yfir starfsáætlun og dagsplön á leikskóladeild.  Einhver fækkun er á börnum og einnig er vöntun á starfsfólki sem leiðir til að ekki er hægt að taka inn ný börn. Miklar mannabreytingar hafa verið. Skólastjóri greindi frá því að Huginn ætlar að gefa leikskólanum danskennslu fyrir leikskólabörn fyrir áramót sem hún Alona mun sjá um. Einnig munu Sandra Sigurðardóttir myndlistakennari og  Dagný Ómarsdóttir íþróttakennari koma í haust og vera með börnum hreyfingu og í myndlist  inn í leikskólanum. Mörg viðhaldsverkefni eru á döfinni, m.a. á leiktækjum á lóð sem og ýmis brýn verkefni innan húss.

 1.2. Listadeild

Skólastjóri fór yfir starfsáætlun listadeildar.  Nokkrar breytingar verða í starfsteymi listadeildar í vetur. Blandaður kennarahópur sem starfar ýmist sem verktakar, fjarkennarar og svo þeir sem eru á staðnum. Spennandi vetur framundan í listadeild sem fróðlegt verður að fylgjast með.

„Fræðslunefnd samþykkir starfsáætlanir fyrir allar deildir Seyðisfjarðarskóla fyrir sitt leyti“

 

2. Fjárhagsáætlun

Fjárhagsáætlun er í vinnslu hjá skólastjórnendum.Verður fjárhagsáætlunin tekin fyrir á októberfundi fræðslunefndar.

Hér yfirgáfu Svandís og Ágústa fundinn

 

3. Erindi sem borist hafa

3.1. Námsleyfasjóður dags 30.08.19. Klara Finnbogad. Samband íslenskra sveitarfélaga. Kynnt.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 17:29.