1. fundur í fræðslunefnd 30.01.20

1. fundur Fræðslunefndar Seyðisfjarðar 2020 

Fimmtudaginn 30.jan 2020 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á efri hæð í íþróttahúsi kaupstaðarins. Hófst fundurinn kl. 16:15.

Fundinn sátu:

Ragnhildur Billa Árnadóttir formaður L-lista,

Bára Mjöll Jónsdóttir L-lista,

Gunnar Rúnarsson  L- lista,

Jóhanna Magnúsdóttir D-lista,

Ingvar Jóhannsson B-lista.

Mætt vegna liðar 1-4

Svandís Egilsdóttir skólastjóri og Ágústa B. Sveinsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóladeildar. Þorkell Helgason fulltrúi grunnskólakennara og  Hanna Christel Sigurkarlsdóttir fulltrúi foreldra í grunn- og leikskóla.

 

Inga Þorvaldsdóttir ritaði fundagerð.

Fundagerð færð í tölvu.

 

Dagskrá:

1. Umferðaröryggi við gamla skóla

Skólastjóri og formaður fóru yfir stöðu málsins sem virðist vera í biðstöðu. Ákveðið að nefndin ásamt skólastjóra skrifi bréf til umhverfisnefndar og sendi afrit á bæjarstjórn til að ýta á eftir málinu. Leggjum áherslu á að því verði lokið fyrir næsta skólaár.

 

2. Skólapúlsinn nemendakönnun 2019-2020

Umræður. Skólastjóri fór yfir helstu atriði. Útkoman í sumum þáttum er ágæt en aðrir virðast ekki koma eins vel út, t.d. líðan og heilsa og þrautseigja í námi. Útkoman virðist sveiflast nokkuð bæði eftir kyni og árgöngum.  

 

3. Skýrsla frá skólaþingi 09.10.19

Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með skólaþingið og framkvæmd þess.

 

4. Skólastarfið

Skólastjóri fór yfir skólastarf og starfsmannamál vetrarins.

Hér yfirgáfu Svandís, Keli, Ágústa og Hanna Christel fundinn.

 

5. Erindi sem borist hafa

5.1. Ályktun félag leikskólakennara og félag leikskólastjóra. Dags:19.12.2019  KÍ

Kynnt. 

Fræðslunefnd tekur undir þær áhyggjur sem fram koma í ályktun félaganna og tekur undir að skortur á leikskólakennurum er mjög alvarlegur.

5.2. Áhrif laga nr. 95 um menntun, hæfni og ráðningar kennara og skólastjórnenda á launaröðun.  Dags:30.12.19 SÍS  Kynnt.

5.3. Morgunverðarfundur um skólamál. Dags:13.01.2020 SÍS Kynnt.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 17:33.