5. fundar í fræðslunefnd 07.09.20

Mánudaginn 7. september 2020 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á efri hæð í íþróttahúsi kaupstaðarins. Hófst fundurinn kl. 16:15.

 

Fundinn sátu:

Ragnhildur Billa Árnadóttir formaður L-lista,

Bára Mjöll Jónsdóttir L-lista,

Halla Dröfn Þorsteinsdóttir  L- lista,

Jóhanna Magnúsdóttir D-lista,

 

Mætt vegna liðar 1-7:

Þórunn Hrund Óladóttir skólastjóri, Ágústa B. Sveinsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóladeildar. Guðrún Ásta Tryggvadóttir fulltrúi grunnskólakennara og  Hanna Christel Sigurkarlsdóttir fulltrúi foreldra í grunn- og leikskóla.

 

Inga Þorvaldsdóttir  ritaði fundagerð.

Fundagerð færð í tölvu.

 

Dagskrá:

1. Skipurit Seyðisfjarðarskóla

Skólastjóri fór yfir Skipurit Seyðisfjarðarskóla.

Skipuritið útskýrir gerð skólans, ábyrgð og hlutverk starfsmanna í samrekinni stofnun.

Fræðslunefnd samþykkir skipuritið fyrir sitt leyti

 

2. Innramatsskýrsla Seyðisfjarðarskóla 2018-2020

Skólastjóri fór yfir innramatsskýrslu, úrbótaáætlun og viðauka fyrir grunnskóladeild Seyðisfjarðarskóla 2018-2020.  Í skýrslunni er farið yfir líðan og samskipti nemenda, námsárangur, námsmat og kerfi, heilsueflandi skóla, stjórnun, þróunarstarf, aðbúnað/húsnæði, persónuvernd/nýting kerfa og stöðu áætlana. Í skýrslunni má sjá að margvíslegar umbætur hafa farið fram á skólaárinu 2019-2020. Covid-19 hafði gríðarleg áhrif á skólastarfið í vetur. Starfsfólk bindur miklar vonir við að uppeldisstefnan Uppeldi til ábyrgðar eigi eftir að skila betri líðan nemanda.

„Fræðslunefnd samþykkir Innramatsskýrslu grunnskóladeildar  Seyðisfjarðarskóla fyrir sitt leyti“

 

3. Ytra mat Seyðisfjarðarskóla

Umræða. Ytra mat grunnskóladeildar Seyðisfjarðarskóla mun fara fram 14-15 sept.

 

4. Fjárhagsáætlun

Farið yfir fjárhagsáætlun Seyðisfjarðarskóla 2020-2021.

 

5. Húsnæðismál

Skólastjóri fór yfir húsnæðismál Seyðisfjarðarskóla.

Fagnar fræðslunefnd því að komin sé bráðabirgðalausn á húsnæðisvanda grunnskóladeildar með kaupum á tveimur lausum kennslustofum sem settar verða á grunn við rauða skóla. En fræðslunefnd áréttar að einungis er um bráðabirgðalausn að ræða og því er enn afar brýnt að byggður verði nýr skóli sem rúmi allar deildir Seyðisfjarðarskóla“

 

6. Starfið/starfsmannahald

Vel hefur gengið að manna stöður við Seyðisfjarðarskóla og lítur veturinn og starfsemi skólans mjög vel út.

 

7. Umferðaröryggi við gamla skóla

Tillaga kom frá skipulags-og byggingarfulltrúa og skólastjóra Seyðisfjarðarskóla um  staðsetningu gangbrautar við Suðurgötu 4 (við gamla skóla) Fagnar fræðslunefnd því að loksins sé komin niðurstaða í áralangri baráttu um bætt öryggi barna við skólann.

„Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti þessa staðsetningu. Formanni fræðslunefndar er falið að hafa samband við bæjarverkstjóra og koma framkvæmdum af stað hið fyrsta“

 

Hér yfirgáfu Þórunn, Guðrún Ásta, Hanna Christel og Ágústa fundinn.

 

8. Erindi sem borist hafa

8.1. Covid-19 Tilslakanir 15.júní. Dags.15.06.20 SÍS. Kynnt.

8.2. Skýrsla um náms-og starfsráðgjöf í grunnskólum landsins.

Dags.19.06.20 Mennta-og menningarmálaráðuneytið. Kynnt.

8.3. Staða náms-og starfsráðgjafar í grunnskólum. Dags. 22.06.20. Kynnt.

8.4. Fundargerð SKA (Skólaskrifstofa Austurlands) Dags.30.06.20. Kynnt.

8.5 . Endurskoðuð reglugerð um heimakennslu á grunnskólastigi. Kynnt.

Dags. 03.07.20 SÍS

8.6. Námsleyfasjóður hefur opnað fyrir umsóknir. Dags.28.08.20 SÍS. Kynnt.

 

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 17:59.