Fundargerð fyrsta fundar sveitarstjórnar

7. október 2020

Fundargerð fyrsta fundar sveitarstjórnar

1. fundur Sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar var haldinn á Hótel Héraði, Egilsstöðum, 7. október 2020 og hófst hann kl. 14:00. 

Fundinn sátu:

Gauti Jóhannesson aðalmaður, Hildur Þórisdóttir aðalmaður, Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður, Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður, Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður, Jódís Skúladóttir aðalmaður, Þröstur Jónsson aðalmaður, Elvar Snær Kristjánsson aðalmaður, Vilhjálmur Jónsson aðalmaður, Eyþór Stefánsson aðalmaður, Jakob Sigurðsson aðalmaður, Stefán Snædal Bragason bæjarritari og Björn Ingimarsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Stefán Snædal Bragason, bæjarritari.

 

Dagskrá:

1. 202010012 - Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir

Jakob Sigurðsson starfsaldursforseti sveitarstjórnar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Sagði hann að hér væri að hefjast tímamótafundur, sem er fyrsti fundur nýkjörinnar sveitarstjórnar í nýsameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshérðas og Seyðisfjarðarkaupstaðar.

 

Að því búnu var gengið til dagskrár og stýrði Jakob kjöri forseta sveitarstjórnar.

Fram kom tillaga um Gauta Jóhannesson sem forseta sveitarstjórnar.

 

Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

 

Að þeim dagskrárlið loknum tók Gauti Jóhannesson nýkjörinn forseti sveitarstjórnar við stjórn fundarins.

 

Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir:

a) Kosning 1. og 2. varaforseta

1. varaforseti Stefán Bogi Sveinsson B-lista

2. varaforseti Hildur Þórisdóttir L-lista

 

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

 

b) Kosning skrifara

Aðalmenn

Kristjana Sigurðardóttir L-lista

Elvar Snær Kristjánsson D-lista

 

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

 

Varamenn

Hildur Þórisdóttir L-lista

Vilhjálmur Jónsson B-lista

 

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

 

c) Byggðarráð

Berglind Harpa Svavarsdóttir D-lista (formaður)

Gauti Jóhannesson D-lista (varaformaður)

Vilhjálmur Jónsson B-lista

Hildur Þórisdóttir L-lista

Eyþór Stefánsson L-lista

 

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

 

Samkvæmt 1. mgr. 50. gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 hafa framboðsaðilar sem ekki fá kjörinn fulltrúa í byggðarráð rétt á að tilnefna áheyrnarfulltrúa í ráðið.

 

Áheyrnarfulltrúar

Jódís Skúladóttir V-lista

Þröstur Jónsson M-lista

 

d) Fjölskylduráð

Aðalmenn

Elvar Snær Kristjánsson D-lista (formaður)

Guðný Margrét Hjaltadóttir D-lista (varaformaður)

Alda Ósk Harðardóttir B-lista

Guðmundur Björnsson Hafþórsson B-lista

Jódís Skúladóttir V-lista

Kristjana Sigurðardóttir L-lista

Ragnhildur Billa Árnadóttir L-lista

 

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

 

Varamenn

Sigurður Gunnarsson D-lista

Ágústa Björnsdóttir D-lista

Jón Björgvin Vernharðsson B-lista

Helga Erla Erlendsdóttir B-lista

Kristbjörg Mekkín Helgadóttir V-lista

Arngrímur Viðar Ásgeirsson L-lista

Benedikta Guðrún Svavarsdóttir L-lista

 

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

 

Samkvæmt 1. mgr. 50. gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 hafa framboðsaðilar sem ekki fá kjörinn fulltrúa í fastanefnd með fullnaðarafgreiðsluheimild rétt á að tilnefna áheyrnarfulltrúa í ráðið.

 

Áheyrnarfulltrúi

Þórlaug Alda Gunnarsdóttir M-lista

 

Varaáheyrnafulltrúi:

Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir M-lista

 

e) Umhverfis- og framkvæmdaráð

Aðalmenn

Stefán Bogi Sveinsson B-lista (formaður)

Jónína Brynjólfsdóttir B-lista (varaformaður)

Jakob Sigurðsson D-lista

Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista

Pétur Heimisson V-lista

Ásdís Hafrún Benediktsdóttir L-lista

Hildur Þórisdóttir L-lista

 

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

 

Varamenn

Eiður Ragnarsson B-lista

Guðrún Ásta Friðbertsdóttir B-lista

Karl Lauritzson D-lista

Svava Lárusdóttir D-lista

Þórunn Hrund Óladóttir V-lista

Ævar Orri Eðvaldsson L-lista

Tinna Jóhanna Magnusson L-lista

 

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

 

Samkvæmt 1. mgr. 50. gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 hafa framboðsaðilar sem ekki fá kjörinn fulltrúa í fastanefnd með fullnaðarafgreiðsluheimild rétt á að tilnefna áheyrnarfulltrúa í ráðið.

 

Áheyrnarfulltrúi

Helgi Týr Tumason M-lista

 

Varaáheyrnarfulltrúi:

Benedikt Vilhjálmsson Warén M-lista

 

f) Fulltrúar sveitarstjórnar í fjórar heimastjórnir.

Heimastjórn Borgarfjarðar

Í kjöri voru Eyþór Stefánsson sem hlaut 4 atkv. og Þröstur Jónsson sem hlaut 1 atkv. aðrir sátu hjá.

Eyþór þar með kjörinn aðalmaður og jafnframt formaður heimastjórnar.

 

Varamaður Hildur Þórisdóttir (varaformaður)

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

 

Heimastjórn Seyðisfjarðar

Aðalmaður Berglind Harpa Svavarsdóttir (formaður)

Varamaður Jakob Sigurðsson (varaformaður)

 

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

 

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

Aðalmaður Vilhjálmur Jónsson (formaður)

Varamaður Stefán Bogi Sveinsson (varaformaður)

 

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

 

Heimastjórn Djúpavogs

Aðalmaður Jódís Skúladóttir (formaður)

Varamaður Kristjana Sigurðardóttir (varaformaður)

 

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

 

g) Yfirkjörstjórn

Í samræmi við ákvæði 14. gr. laga um kosningar til sveitarstjórnar nr. 5/1998 kýs sveitarstjórn eftirtalda í yfirkjörstjórn. Þeim er jafnframt falið að hafa yfirumsjón með starfi undirkjörstjórna í sveitarfélaginu sbr. 2. mgr. 15. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000 og að vera hverfiskjörstjórn á kjörstað á Egilsstöðum sbr. sama ákvæði.

 

Aðalmenn

Björn Aðalsteinsson

Jón Jónsson

Þórunn Hálfdanardóttir

 

Varamenn

Arna Christiansen

Ásdís Þórðardóttir

Guðni Sigmundsson

 

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

 

Með vísan til heimilda í 3. mgr. 14. gr. laga nr. 5/1998 og 3. mgr. laga nr. 24/2000 er kjöri í undirkjörstjórnir frestað.

 

h) Fulltrúar sveitarfélagsins á haustþing og aðalfund SSA.

Samkvæmt samþykktum SSA eru allir kjörnir fulltrúar sveitarstjórnar fulltrúar þess á haustþingi og aðalfundi SSA og skipta þar hlutfallslega með sér atkvæðafjölda sveitarfélagsins. Varamenn kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn eru jafnframt varamenn þeirra á haustþingum og aðalfundum SSA.

     

                         

2. 202010016 - Ráðningasamningur sveitarstjóra

Lagður fram ráðningarsamningur sveitarstjóra dagsettur 2. október 2020.

 

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson sem lagði fram ráðningasamninginn og kynnti hann og gerð hans. Jódís Skúladóttir, sem kynnti hjásetu sína og vísaði í áherslur framboðs síns. Stefán Bogi Sveinsson, sem bar samninginn formlega upp og Þröstur Jónsson, sem vakti athygli á biðlaunarétti í samningum opinberra starfsmanna almennt.

 

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Sveitarstjórn samþykkir framlagðan ráðningarsamning við Björn Ingimarsson sveitarstjóra.

Samningurinn verði aðgengilegur á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

Samþykkt með 10 atkvæðum en einn sat hjá (JS)

  

                            

3. 202010023 - Nafn nýs sveitarfélags

Fyrir liggja niðurstöður nafnakönnunar fyrir sveitarfélagið sem gerð var samhliða forsetakosningun sl. sumar, ásamt umsögn Örnefnanefndar og athugasemdum frá Sigurjóni Bjarnasyni formanni Sögufélags Austurlands.

 

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti og lagði fram tillögu að nafni, fór yfir störf nafnanefndar og kynnti umsagnir og athugasemdir sem bárust.

 

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Með vísan til niðurstöðu nafnakönnunar, sem fram fór þann 27. júní, og með hliðsjón af lögbundinni umsögn örnefnanefndar, samþykkir sveitarstjórn að nýtt sameinað sveitarfélag hljóti nafnið Múlaþing.

 

Að aflokinni umræðu undir liðnum bar forseti upp svohljóðandi vísunartillögu:

Sveitarstjórn samþykkir, í samræmi við fyrirmæli 1. tl. 1. mgr. 18. gr Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, að vísa málinu og fyrirliggjandi tillögu til síðari umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar.

 

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

 

                              

4. 202010010 - Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags

Lagðar fram til fyrri umræðu samþykktir um stjórn sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.

 

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti málið og vakti athygli á tveimur villum sem eru í drögum að samþykktum og verða lagaðar fyrir aðra umræðu.

 

Að aflokinni umræðu undir liðnum bar forseti upp svohljóðandi vísunartillögu:

Sveitarstjórn samþykkir, í samræmi við fyrirmæli 1. tl. 1. mgr. 18. gr Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, að vísa málinu og fyrirliggjandi tillögu til síðari umræðu næsta fundi sveitarstjórnar.

 

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

 

                              

5. 202010014 - Sameining veitustofnana við Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Til máls tóku: Björn Ingimarsson sem kynnti tillöguna. Stefán Bogi Sveinsson, sem bar fram fyrirspurn og Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn.

 

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Sveitarstjórn samþykkir að vatnsveitur og fráveitur Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Djúpavogshrepps sem hafa verið reknar sem B-hlutafyrirtæki sveitarsjóðanna, verði sameinaðar og færðar undir Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf, ásamt hitaveitu Djúpavogshrepps. Yfirfærslan miðist við bókfært verð eigna og skulda í lok september 2020.

 

Það eigið fé sem færist til HEF við yfirfærsluna skal færast til hækkunar á hlutafé HEF, þ.e. mismunur á bókfærðu verði eigna og þeirra skulda sem fylgja.

 

Innri viðskiptastöður, þ.e. kröfur og skuldir við tengda aðila, færast ekki til HEF í tengsl um við yfirfærsluna.

 

Yfirfærsla eigna og skulda til HEF miðast við 1. október 2020 og byggir á bókfærðum verðum eigna og skulda 30. september 2020.

 

Sveitarstjóra er falið að fylgja samþykkt þessari eftir í samstarfi við stjórnir og framkvæmdastjóra HEF og Hitaveitu Djúpavogshrepps.

 

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

 

                              

6. 202010316 - Fundatími sveitarstjórnar

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Sveitarstjórn samþykkir að fastur fundartími hennar verði 2. miðvikudagur í mánuði að júlí frátöldum og að fundir hefjist kl. 14:00. Fundarstaður verði auglýstur fyrir hvern fund, en stefnt er að því að funda víðsvegar um sveitarfélagið.

 

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

 

Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að boða til aukafundar næstkomandi miðvikudag 14. október 2020 kl. 14:00.

 

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

                              

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00