Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar

7. október klukkan 14

Fyrsti fundur sveitarstjórnar nýs sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar verður haldinn á Hótel Héraði á Egilsstöðum miðvikudaginn 7. október 2020 kl. 14.00.

Á dagskrá verður meðal annars að skipa forseta sveitarstjórnar og varaforseta auk skipan fulltrúa í fagnefndir sveitarfélagsins. Einnig verður ráðningarsamningur sveitarstjóra tekinn til afgreiðslu auk þess að nafn sveitarfélagsins verður á dagskrá.

Fundurinn er lokaður vegna samkomutakmarkana sem Covid-19 setur, en fundinum verður streymt í beinni útsendingu og má nálgast hann hér.