Garðsláttur sumar 2020
Á tímabilinu 8. júní til og með 14. ágúst 2020 stendur eldri borgurum og öryrkjum til boða að fá garðslátt á eftirfarandi kjörum :
Hver eldri borgari / öryrki á rétt á einum fríum garðslætti
Athugið að ekki verður hægt að verða við óskum frá öðrum en eldri borgurum og öryrkjum.
Ef óskað er eftir garðslætti skal fylla út eyðublað og skila til bæjarverkstjóra í áhaldahús fyrir 1. júní 2020. Einnig er hægt að hringja í þjónustufulltrúa og panta garðslátt.
Miðað er við að einn sláttur sé frír, allt að 400 m2. Eingöngu er sleginn sá hluti garðs sem tilheyrir umsækjanda, ef um fjölbýli er að ræða. Viðkomandi þarf að hafa lögheimili og fasta búsetu í eigninni.
Markmiðið með svona skráningu er að auðvelda skipulagningu í sumarvinnu bæjarins og veita betri þjónustu til viðskiptavina.
Gjaldtaka eftir fyrsta slátt fer eftir gildandi gjaldskrá fyrir garðþjónustu fyrir eldri borgara og öryrkja.