Gullver NS-12

Videóhljóðlistaverk og bók

Árin 2012 og 2013 fóru Kristján Loðmfjörð og Konrad Korabiewski um borð í Gullver NS-12. Vídeóhljóðlistaverk þeirra með upptökum úr ferðinni hafa farið víða um heim og aukaefni sem tengist því er nú komið út í bókaformi. Auk þess að fara út með skipinu lögðust Kristján og Konrad í rannsóknarvinnu og fengu meðal annars aðgang að dagbókum skipstjóra og nýttu kafla úr þeim í verk sitt.

Afrakstur vinnu þeirra var frumsýndur á Seyðisfirði í júní 2014 í frystihúsinu með togaranum við bryggjuna fyrir utan. Þegar gestir yfirgáfu sýninguna gengu þeir framhjá Gullverei með vélina malandi. Í verkinu les frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, upp úr dagbókunum og í bókinni er að finna viðtal rithöfundarins Kristínar Ómarsdóttur við hana. Bókin geymir einnig frásögn rithöfundarins Daniel Canty af dvöl sinni á Seyðisfirði og ferð með Gullver.

NS-12 hefur verið sýnt víða um heim, meðal annars Kanada, Chile, Póllandi og Berlín í Þýskalandi en verkið var tilnefnt til Mart verðlaunanna þar í landi árið 2014. Einnig hefur NS-12 verið valið í „Nordic Music Days 2019“ sem haldnir verða í Bodø, Noregi þar sem bókin verður einnig kynnt áhorfendum.

Kristjáni og Konrad er óskað innilega til hamingju með verkið.

 

Austurfrétt fjallaði nánar um verkið og linkinn má finna hér.
Book online