Hafnamálaráð 11.07.17

5. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2017

Þriðjudaginn 11. júlí 2017 kom  hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á  skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44.  Hófst  fundurinn kl. 13:00.

Fundinn sátu: Adolf Guðmundsson, Unnar Sveinlaugsson, Þórunn Hrund Óladóttir og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Dagskrá:/Gerðir fundarins:

 

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð stjórnarfundar Cruise Iceland frá 7.04.17.

Lögð fram til kynningar.

1.2. Fundargerð 394. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.

Lögð fram til kynningar.

1.3. Fundargerð stjórnarfundar Cruise Iceland 2017 frá 19.05.17.

Lögð fram til kynningar.

1.4. Fundargerð aðalfundur Cruise Iceland 2017 frá 19.05.17.

Lögð fram til kynningar.

1.5. Fundargerð 395. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.

Lögð fram til kynningar.

 

2. Erindi:

2.1. Vegagerðin 16.06.17. Samgönguáætlun 2018-2021.

Hafnarstjóra falið að senda inn umsókn um tillögur hafnarmálaráðs vegna verkefna við hafnargerð og sjóvarnir í samgönguáætlun 2018-2021.

2.2. Hafnasamband Íslands 26.06.17. Ábyrgð umboðsmanna skemmtiferðaskipa.

Lagt fram til kynningar.

2.3. Hafnasamband Íslands 28.06.17. Bann gegn svartolíu og fleira.

Lagt fram til kynningar.

2.4. Rúnar L. Gunnarsson 2.07.17. Uppsögn á starfi yfirhafnarvarðar Seyðisfjarðarhafnar.

Hafnarmálaráð staðfestir móttöku uppsagnarinnar og felur hafnarstjóra að ræða við Rúnar í samræmi við umræður á fundinum.

2.5. Rúnar Loftur Sveinsson 26.05.17. Fyrirspurn um hafnarskúr.

Hafnarmálaráð samþykkir að auglýsa eftir tilboðum í gamla hafnarskúrinn.

 

3. Dreifing raforku til hafna.

Lögð fram lausleg samantekt um kostnað dreifingu rafmagns hjá RARK ohf. miðað við gefnar forsendur.

 

4. Strandarsíldarbryggja.

Ekki hafa borist upplýsingar frá Byggðastofnun um áform stofnunarinnar vegna bryggjunnar.

Hafnarmálaráð samþykkir að veita stofnuninni frest til 1. ágúst 2017 til að leggja fram tímasetta áætlun um ráðstafanir vegna bryggjunnar.

 

5. Markaðsmál.

Á fundinn undir þessum lið mætti Aðalheiður Borgþórsdóttir markaðsstjóri hafnarinnar. Aðalheiður lagði fram skýrslu um málið og gerði grein fyrir því sem framundan er vegna markaðsmála hafnarinnar. Ítarleg umræða um móttöku og þjónustu við ferðamenn og farþega skemmtiferðaskipa.

 

6. Fjármál.

Lögð fram gögn um fjárhagsstöðu hafnarinnar 31.05.17.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 15:43.