Hafnarmálaráð 02.10.17

7. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2017 

Mánudaginn 2. október 2017 kom hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á  skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44.  Hófst  fundurinn kl. 13:15.

Fundinn sátu:  Adolf Guðmundsson, Unnar Sveinlaugsson, Þórunn Hrund Óladóttir og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð 396. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.

Lögð fram til kynningar.

1.2. Fundargerð stjórnarfundar Cruise Iceland frá 30.08.17.

Lögð fram til kynningar.

 

2. Reglugerð nr. 580/2017.

Lögð fram til kynningar.

 

3. Regulation (EU) 2017/352.

Lögð fram til kynningar.

 

4. Móttaka skemmtiferðaskipa – bókunarkerfi.

Hafnarmálaráð heimilar kaup að kerfinu fyrir sitt leyti.

 

5. Dýpkun.

Farið yfir framkvæmd dýpkunar í höfninni sem framkvæmd var í ágúst.

 

6. Landtengingar.

Lögð fram tillaga frá íbúafundi um starfshóp um landtengingar.

Farið yfir ýmsar upplýsingar um landtengingar.

 

7. Starfsmannamál.

Hafnarmálaráð samþykkir að auglýsa starf yfirhafnarvarðar laust til umsóknar með vísan til uppsagnar Rúnars Laxdal Gunnarssonar á starfinu frá 2.07.17.

Farið yfir ýmis atriði er varða fyrirkomulag mönnunar hafnarinnar.

 

8. Strandabakki – fenderar.

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

 

9. Markaðsmál.

Lögð fram greinargerð markaðsstjóra hafnarinnar um Seatrade Hamborg 2017. Einnig lögð fram ályktun frá opnum fundi um ferðamál frá 24.07.17 og tillögur um kannanir og tölulegar samantektir og umboðsmann náttúrunnar.

 

10. Vinnustofa Cruise Iceland.

Hafnarmálaráð samþykkir tillögu markaðsstjóra hafnarinnar um að auk markaðsstjóra hafnarinnar sæki annar fulltrúi hafnarinnar vinnustofu Cruise Iceland.

 

11. Fjármál 2017.

Lögð fram gögn um fjárhagsstöðu hafnarsjóðs 30. ágúst 2017.

Hafnarmálaráð felur hafnarstjóra að leggja viðauka við fjárhagsáætlun fyrir næsta fund bæjarstjórnar vegna frávika sem orðin eru eða stefnir í.

 

12. Fjárhagsáætlun 2018.

Lögð fram gögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda fyrir árið 2018 og fjárhagsáætlun til þriggja ára.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 16:56.