Hafnarmálaráð 03.09.20

9. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2020 

Fimmtudaginn 3. september 2020 kemur hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á skrifstofu hafnarstjóra, Hafnargötu 44. Hófst fundurinn kl. 16:15 .

 

Fundinn sátu:

Þórunn Hrund Óladóttir formaður L-lista,

Guðjón Már Jónsson L-lista,

Oddný Björk Daníelsdóttir D- lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir hafnarstjóri.

Unnar Sveinlaugsson áheyrnarfulltrúi B- lista mætti ekki.

 

Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir, hafnarstjóri. 

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Yfirhafnarvörður Rúnar Gunnarsson sat fundinn undir liðum 1, 6 og 8.

Yfirhafnarvörður víkur af fundi kl. 17:29

 

Formaður ber upp afbrigði lið nr 9 Skemman,

Samþykkt samhljóða.

 

Gerðir fundarins:

1. Fjármál  

Hafnarstjóri og yfirhafnarvörður fóru yfir fjármál hafnarinnar.

Hafnarmálaráð leggur til að gjaldskrár hafnarinnar verði ekki hækkaðar á árinu 2021.

 

2. Angró – staða framkvæmda. 

Hafnarmálaráð mælir með því að Jónína Brá Árnadóttir AMÍ fulltrúi verði fengin til að sækja um styrk til húsafriðunarsjóðs fyrir verkefnið í samstarfi við skipulags- og byggingarfulltrúa.

Hafnarstjóra falið að athuga með eignarhald á lóðinni sem gámur við Angró stendur á og að fylgja því eftir að hann verði fjarlægður ef gámurinn reynist vera á þeirri lóð.

 

3. Landtenging Norrænu og orkuskipti í höfnum – styrktarsamningur.

Lagður fram til kynningar.

 

4. Viðauki 

Hafnarmálaráð leggur til við bæjarstjórn eftirfarandi viðauka við fjárhagsáætlun 2020:

Viðauki nr. 8, Deild 4250 Hafnarsjóður, Flutt er fjárfestingarheimild af Sjóvörnum við Sæból (lykill 4250-11470 – 42-SJÓV) að fjárhæð 4.000.000 króna yfir á Angró (lykill 4250-11470 – 42-HAFN) að fjárhæð 4.000.000.

Nettóbreyting viðauka er 0 krónur í reikningshaldi Hafnarsjóðs.

 

5. Öryggismál og hönnun við Ferjuhús og Ferjuleiru – staða mála. 

Hafnarstjóra falið að koma verkefninu í ferli.

 

6. Fiskeldi og skipulagsmál í Seyðisfirði, erindi frá yfirhafnarverði Rúnari Gunnarssyni dags. 31.08.2020.

Hafnarmálaráð felur hafnarstjóra að leita lögfræðiálits á skipulagsvaldi Seyðisfjarðarkaupstaðar varðandi Seyðisfjarðarhöfn og skilgreint hafnarsvæði.

 

7. Samband íslenskra sveitarfélaga – 24.08.2020 – Hafnarsambandsþing. 

Hafnarsambandsþingi hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

 

8. Húsnæðismál lögreglunnar á Seyðisfirði – skoðunarferð Framkvæmdasýslunnar. 

Hannes Frímann Sigurðsson frá Fjársýslu ríkisins kom til Seyðisfjarðar til þess að fara yfir húsnæðismál lögreglunnar á Seyðisfirði. Yfirhafnarvörður og hafnarstjóri tóku á móti honum ásamt fulltrúum lögreglu og tollsins. Yfirhafnarvörður fór yfir stöðu mála.

 

9. Skemman

Málið áfram í vinnslu.

 

 

Fundi slitið kl. 19:00.