8. fundur í hafnarmálaráði 05.09.2019

8. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2019

Fimmtudaginn 5. september 2019 kemur hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins, Hafnargötu 44. Hefst fundurinn kl. 16:15.

 

Fundinn sátu:

Þórunn Hrund Óladóttir formaður L-lista,

Guðjón Már Jónsson L-lista,

Oddný Björk Daníelsdóttir D- lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir hafnarstjóri.

Unnar Sveinlaugsson áheyrnarfulltrúi mætti ekki.

Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir, hafnarstjóri. 

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Formaður óskar eftir að bæta inn afbrigðum –– liður nr 7. Minnisblað frá Eflu - Leki í þakkanti áhaldahúsi. Liður nr 8. Einar Ármann Harðarson – 30.08.2019. - lýsing á gámaplaninu á Seyðisfirði.

Afbrigði samþykkt samhljóma.

 

Dagskrá:

1. Sjóvarnir við Sæból

 Beðið er eftir niðurstöðu frá siglingasviði Vegagerðarinnar, hafnarstjóri hefur sent beiðni um að verkið verði tekið inn í samgönguáætlun. Hafnarmálaráð vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar 2020.

 

2. Fjármál

Undir þessum lið mætti Rúnar Gunnarsson kl. 16:45.

Hafnarstjóri fór yfir aðalbók og hálfsárs uppgjör hafnarsjóðs.

Rúnar vék af fundi kl. 17:40

 

3. Angró. Staðan á lóðarsamningnum

Hafnarstjóri átti fund með forstöðumanni Tækniminjasafnsins sem finnur ekki meinbug á því að gera lóðaskiptasamning við hafnarsjóð. Hafnarstjóra falið að ganga frá málinu.  

 

4. AMÍ fulltrúi – beiðni um styrk vegna Haustroða

Hafnarmálaráð felur hafnarstjóra að svara erindinu.

 

5. Samband Íslenskra Sveitarfélaga – 03.09.2019 – Hafnarfundur 2019

Yfirhafnarvörður verður fulltrúi Seyðsifjarðarhafnar.

 

6. Áhaldahús – úttekt

Fyrir fundinum liggur samantekt á kostnaði við endurbætur á Áhaldahúsinu sem dregnar hafa verið út úr bókhaldi kaupstaðarins sem og yfirlit yfir samþykktir Hafnarmálaráðs varðandi verkefnið og yfirlit yfir samþykkta viðauka. Heildarkostnaður við framkvæmdina eru um 180 milljónir króna þar af liggja ekki fyrir samþykktir eða viðaukar fyrir um 60 milljónum króna.

Ljóst er að margt hefði betur mátt fara í ákvarðanatökum varðandi áætlanir og framkvæmdir við endurgerð áhaldahúss. Hafnarmálaráð leggur áherslu á að verkferlar og ábyrgðahlutverk þurfi að vera skýr í framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins í framtíðinni.

 

7. Minnisblað frá Eflu – 11.06.2019 - Leki í þakkanti í áhaldahúsi

Hafnarmálaráð felur hafnarstjóra að fá hlutlausan og þar til bæran aðila til þess að fara yfir málið.

 

8. Einar Ármann Harðarson – 30.08.2019. - lýsing á gámaplaninu á Seyðisfirði

Hafnarmálaráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir 2020.

 

Fundi slitið kl. 19.03.